Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 77
KOLBEINSEY
Eftír Berg Jónsson Hornfjörð
(Lýsing eyjarinnar eftir ýmsum heimildum, svo sem:
Landnámu, Svarfdælu, frásögnum eftir Jón stólpa,
“Hvanndalabræðrum” eftir Gísla Konráðsson, ritgjörð
eftir Jochum M. Eggertsson frá Grímsey, ferð Sigfúsar
Kristjánssonar og þeirra félaga 1932.)
Kolbeinsey er í Norðuríshafinu 107 kílómetra eða
tæpar 58 sjómílur í há-norður frá Siglunesi á Islandi.
Þetta er einstök klettaeyja. Annað nafn ber hún, sem er:
“Mevenklint”, en óvíst hvenær hún hefir hlotið það. 1)
Eftir hnattstöðu liggur hún á 67° 10' norðurbreiddar og
18° 44' vestlægrar lengdar. Frá Grímsey er stefna hennar
N.N.V., og vegalengdin milli eyjanna 97 kílómetrar eða
kortar 43 sjómílur.
Kolbeinsey er nyrsti oddi grynningar þeirrar, er rekja
má til Víkurhöfða á Flateyjardal, standa því Flatey á
Skjálfanda og Grímsey á sania neðansjávarhrygg. Alla
leið er hryggur þessi óslitinn, fer hvergi sjávardýpi yfir
30 faðma, þá fylgt er háhryggnum, en djúpir álar liggja
að honum báðum megin.
I jöðrum hryggjar þessa er botninn ósléttur, (hraun).
Næstum miðja vegu milli Grímseyjar og Kolbeinsevjar
1) En kringum árið 1580 var hún þekkt undir báðum ofan-
greindum nöfnum.