Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 120
120
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
grennd við Selkirk, Man., þar sem hann hafði verið búsettur
yfir 20 ár, en áður í aldarfjórðung í Selkirk. Fæddur að Litlu
Giljá í Húnavatnssýslu 28. júní 1873, sonur Jóns Jónssonar
prests í Otradal og Oddnýjar konu hans. Fluttist af íslandi
til Canada um aldamótin.
4. Páll Eiríksson Isfeld, að heimili sonar síns við Winnipeg Beach,
Man. Fæddur á Seyðisfirði í Norður-Múlasýslu 30. nóv. 1865,
sonur Eiríks og Ingibjargar ísfeld. Kom til Canada 1893, bjó
lengi í Árnesbyggð í Nýja-íslandi, en síðustu tuttugu árin við
Winnipeg Beach.
14. Kristján Hjálmarsson fyrrum kaupmaður, á sjúkrahúsi í Hami-
ota, Man., 66 ára að aldri.
15. Kristjana O. L. Chíswell, er féll í fyrri heimsstyrjöldinni 1918,
á Grace sjúkrahúsinu í Winnipeg, Man., 86 ára að aldri. Ættuð
af Seyðisfirði og kom vestur um haf til Canada 17 ára gömul.
Var um lagnt skeið búsett að Gimli en síðustu árin í Winnipeg.
Starfaði mikið að félagsmálum, einkum kirkju- og bindindis-
málum.
17. Jóhanna María Thorkelsson, kona Soffaníasar Thorkelssonar
verksmiðjustjóra, á Grace sjúkrahúsinu í Winnipeg, 81 árs
gömul; hafði um langt skeið verið búsett þar í borg.
19. Björg Magnússon, ekkja Ólafs Magnússonar, að Lundar, Man.,
á níræðisaldri. Kom vestur um haf snemma á árum af Norð-
firði, fædd í Fannadal þar í sveit.
20. Magnús Markússon skáld, að heimili sínu í Winnipeg, Man.,
nálega níræður að aldri. (Um ætt hans og æviferil, sjá minn-
ingargrein að framan hér í ritinu.)
21. Þórdís Johnson, ekkja Filippusar Johnson (d. 1937), að heimili
dóttur sinnar i Winnipeg, Man. Fædd á Vatnsenda í Borgar-
fjarðarsýslu 5. júlí 1869. Foreldrar: Þorsteinn Þorsteinsson og
Þóra Oddsdóttir. Fluttist vestur um haf 1894, og hafði um
langt skeið verið búsett í Grunnavatnsbyggð og í grennd við
Lundar.
26. Sigríður Cook, kona Harold Cook, að heimili sínu í Saskatoon,
Sask., 55 ára að aldri. Fædd að Langárfossi í Borgarfirði. For-
eldrar: Jóhanna og Pétur Pétursson og fluttist hún með þeim
vestur um haf til Manitoba 1901, en hafði síðan 1914 verið
búsett í Saskatoon.
26. Ekkjan Fríða Gleason, í Los Angeles, Calif. Fædd að Akra,
N. Dakota, dóttir landnámshjónanna Indriða Einarssonar og
Elinborgar Þorsteinsdóttur.
27. Anna Ólafsson, ekkja Jónasar Ikkaboðssonar (d. 1912), að
heimili dóttur sinnar í Winnipeg, Man. Fædd í Bygggarði á
Seltjamarnesi 5. maí 1855. Foreldrar: Sveinbjöm Guðmunds-
son og Petrína Regína Rist. Fluttist vestur um haf af Akranesi
1911 og hafði verið búsett í Winnipeg. Meðal barna hennar
er séra Sveinbjöm Ólafsson, prestur í Duluth, Mann.