Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 81
ALMANAK
81
þeir höfðu siglt í tvö dægur, sótti þá svefn; bundu þeir
seglið og lögðust fyrir, tveir af þeim, en Einar vakti. Litlu
eftir létti til og sá Einar þá eitthvað hvítt, og hélt hann,
að þar færi hafskip undir fullum seglum, sem raunar var
hæsta bjargið á Kolbeinsey, alhvítt af bjargfugli. Vakti
þá Einar bræður sína og réru viku sjávar 8) upp í evjar-
varið. (Réru þeir bræður jafnan viku sjávar á eyktinni. 9)
Komu þeir að skeri, sem er við eyjuna, og sópuðu þar
saman fuglinum, svo var hann spakur. Lögðu svo að
aðaleyjunni og köstuðu stjóra aftur afskipinu,engleymdu
að festa hann nógu vel á meðan þeir gengu um evjuna,
en fyrir brimsúginn bar skipið frá eyjunni, því stjórann
tók á loft, er dýpkaði. Urðu þeir að horfa á þetta og urðu
sorgfullir af ástandi sínu, þar sem ekkert var fyrirsjáan-
legt nema dauðinn. Reyndi Bjarni að synda tvisvar sinn-
um, en heppnaðist ekki að ná skipinu, en það rak alltaf
lengra og lengra frá, með mat þeirra og drvkk og fatnað.
Varð þeim þá eitt til úrræðis, að þeir lögðust á bæn.
Breyttist þá veður skvndilega, kom fyrst logn, en síðar
hægur útnorðan vindur, og fór skipið að reka til baka
að eyjunni. Óttuðust þeir, að skipið mundi brotna á flúð-
um við eyjuna, en það varð þó ekki. Þeir bræður höfðu
hjá sér haldfæri, röktu það niður í stóran hring, bundu
stein í endann og köstuðu honum út á skipið. Vildi
þeim til lifs, að hann festist undir stafnlokinu á skipinu,
svo að þeir gátu dregið það til sín. Varð það óumræði-
legur fögnaður. Bjuggu þeir nú betur um það og tóku að
veiða fuglinn (langvíu) og safna eggjum í blíðaveðri.
Þeir vaðbáru eyjuna og mældist hún 400 faðma á
lengd, en á breidd 80 faðma, og nálægt 60 föðmnm á
hæð (ávalahæð) þar sem hún var hæst. Öll er eyjan með
gjám og gjótum, grastó engin, en grýtt mjög. Af fugla-
8) Vika sjávar er hérum bil jöfn danskri mílu.
9) Eykt—3 klukkustundir.