Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 118
118
ÓLAFUR S. TIIORGEIRSSON:
febr. 1876 í Nova Scotia. Foreldrar: Sigurður Guðmundsson
Nordal og Valgerður Jónsdóttir. Fluttist ungur að aldri með
þeim vestur til Manitoba og hafði um langt skeið búið í Geys-
ir-byggð í Nýja-lslandi.
10. Sigriður Oddson, ekkja Gunnars Th. Oddson landnámsmanns
í Brown-byggð (d. 1937), að heimili dóttur sinnar í Portage
la Prairie, Man. Foreldrar: Bjöm Jónsson frá Haga í Aðaldal,
er búið hafði á Sleitustöðum í Skagafirði ,og Sigriður Þorláks-
dóttir Jónssonar bónda á Miðgrund. Fluttist ung að aldri
vestur um haf með foreldrum sínum 1876 til Nýja-íslands,
en nokkrum árum síðar í Hallson-byggð í N. Dakota. Dvaldi
þar einnig mörg síðustu árin og að Mountain, N. Dak. (Sjá
þátt Gunnars Oddson í landnámssögu Brown-byggðar eftir
Jóhannes H. Húnfjörð, Alm. Ó.S.Th., 1938).
14. Thorkell Johnson, fyrrum bóndi að Lundar, Man., á heimili
sonars síns þar í byggð. Fæddur 10. nóv. 1861 að Valþúfu í
Dalasýslu. Fluttist vestur um haf 1899 og hafði verið búsettur
í Lundar-byggð.
18. Ölveig Sigurlín Benediktsdóttir Gíslason, ekkja Níelsar Gísla-
sonar, að heimili dóttur sinnar að Sandy Hook, Man., hnigin
að aldri.
18. Stefán Olafsson, einn af frumbyggjum Lundar-byggðar, að
heimili dóttur sinnar að Lundar, Man., 87 ára að aldri.
20. Jóhannes Eiríksson, fyrrum skólakennari, í Winnipeg, Man.,
84 ára að aldri. Fæddur að Hrollaugsstöðum í Hjaltastaða-
þinghá. Foreldrar: Eiríkur Guttormsson og Jóhanna Jóhannes-
dóttir. Kom vestur um haf 1886. Hafði ámm saman stundað
barnakennslu víðsvegar meðal landa sinna vestra; námsmaður
mikill, útskrifaður af Wesley College og lauk einnig meist-
araprófi (M.A.) á Manitoba-háskóla, þá 55 ára gamall.
22. Jónína Hannesson, ekkja Jóhannesar Ilannesson, fyrrum kaup-
manns að Gimli, að heimili sínu í Winnipeg, Man., 84 ára
gömul. Kom til Canada af Islandi fyrir 69 árum.
27. Kristján S. Sigmar, kaupmaður, að heimili sínu í Winnipeg,
Man. Fæddm 6. júlí 1877 að Hóli i Reykjadal. Foreldrar: Sig-
mar Sigurjónsson og Guðrún Kristjánsdóttir, ættuð úr Keldu-
hverfi. Fluttist vestm um haf með foreldrum sínum til Nýja-
Islands 1883 og nokkru síðan til Argyle-byggðar í Manitoþa,
þar sem þau gerðust landnemar. Ilafði árum saman rekið
verzlun bæði í Glenboro og Winnipeg; áhugamaður um fél-
agsmál, einkum kirkjulega starfsemi. (Sambr. þátt um hann í
landnámssögu íslendinga í Suðm-Cypress sveit í Manitoba,
eftir G. J. Oleson, Alm. Ó.S.Th., 1937). Meðal systkina hans
er Dr. Haraldur Sigmar í Vancouver, fyrrv. forseti Lúterska
kirkjufélagsins íslenzka vestan hafs.
OKTÓBER 1948
2. Björn Ágúst Jónsson, að heimili sínu i St. Peters héraði í