Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 58
58
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
hún og maður hennar gengu þeim í góðra foreldra stað.
Á hennar herðar féll umönnunm, erfiðið og ábyrgðin,
sem slík óvenjuleg hjálpfýsi af sér leiddi.
1 hinum ýmsu félagslegu málum—og þá sérstaklega í
málum safnaðarins, var hún jafnan manns síns önnur
hönd, og honum samhent sem í öllu öðru. Munu áhrif
hennar og ráð hafa verið þar giftusamleg. Selkirk söfnuð-
ur átti örugt athvarf þar sem Nordals hjónin voru. Hún
var ein af stofnmeðlimum kvenfélags Selkirk safnaðar og
var félagið stofnað á heimili hennar. Unni hún því af ó-
skiftum hug og var dygg og tniföst í þjónustu þess, með-
an kraftar leyfðu.
Samfara ágætum gáfum átti hún þá festu og jafn-
vægi, sem þróttlundin ein fær skapað, en göfgi hjartans
ávaxtar. Hún átti djúpar tilfinningar, en þær lutu jafnan
valdi viljans; jafnvægi hugarins gerði henni auðið að
mæta margþættum önnum og viðfangsefnum ævidags-
ins með rósemi og fyrirhyggju, sem var hvorttveggja í
senn affarasæl og yfirlætislaus. Hún var ein af þeim kon-
um er jafnt í aðkallandi önnum sem endranær, mætti
hverjum sem að garði bar með kvenlegri háttprýði, sem
engu öðru virtist hafa að sinna en að gera gesti sínum
stundina sem ánægjulegasta; er það eitt af ótvíræðum
aðalsmerkjum göfugar konu.
Vel entust henni kraftar þeir er hún hafði að vöggu-
gjöf þegið. Fram til hinnstu standar var skilningurinn
hress og glöggur, athugunin nákvæm, og minnið trútt.
Umönnun Mrs. Christiansson dóttur hennar og barna hen-
nar átti sinn stóra þátt í því að gera elli hennar fagra, en
þeim ógleymanlega, er þau gátu endurgoldið henni móð-
urkærleika og umönnun sem hún var svo auðug af og
hafði svo ríkulega sínum ástvinum—og mörgum öðrum
í té látið.
Þannig lifa í hugum ástvina og samferðafólks áhrifin
af góðu og göfugu starfi öðrum til blessunar; þau lifa þó
að verkafólkið hvíli í grafar ró.