Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 99
ALMANAK
99
25.-27. júní—Tuttugasta og sjötta ársþing Hins sam-
einaða kirkjufélags Islendinga í Norður-Ameríku haldið
að Gimli, Man. Frú Elinborg Lárusdóttú skáldkona flutti
erindi. Séra Eyjólfur J. Melan \'ar endurkosinn forseti.
Júní—Miss Halldóra K. Sigurdson (dóttir Guttorms
(látinn) og Guðrixnar Sigurdson, fvrrum að Mountain, N.
Dak.) útskrífaðist af University of Southem California
með beztu einkunn. Sérgrein hennar er “New Techniques
for Teaching Deaf and Dumb Persons” (Nýjar aðferðir
við kennslu málleysingja); hún stundar framhaldsnám.
Júní—Á ársþingi Félags hljómleika-kennara í Canada
sem haldið var í Banff, Alta., 4.-7. júlí, var Mrs. Björg V.
Isfeld, Winnipeg, fulltrúi Hljómleikakennara félags Man-
itoba, en hún er vara-forseti þess og á einnig sæti í fram-
kvæmdamefnd Hljómleika-kennara félagsins canadiska.
Á ársþinginu stjórnaði hún einnig hljómsveit Manitoba-
fylkis.
Júlí—Blaðafrétt skýrir frá því, að snemma í þeim mán-
uði hafi Sigurður Sigmundson, í Vancouver, B.C., sem
undanfarin ár hefir verið framkvæmdastjóri (Operations
Manager) strætisvagnafélagsins þar í borg (British Col-
umbia Electric Railway Co.) hafi verið skipaður vara-for-
stjóri reksturs félagsins á öllu “Lower Mainland” starfs-
svæði þess.
Júlí-Um miðjan þann mánuð fór Mrs. Dora S. Lewis,
prófessor í heimilishagfræði við Hunter College í New
York, til Tokyo til þess að takast á hendur, af hálfu am-
erísku herstjórnarinnar í Japan, fræðslumálastjórastarf
varðandi endurskoðun skólakerfisins í landi þar.
16. júlí—Sæmdi Ritstjórafélag evstri byggða Minne-
sota-ríkis, á fundi sínum í Owatonna, Minn., þá feðga
Gunnar B. Björnsson fyrmm ritstjóra og sonu hans fjóra,
Bjöm, Hjálmar, Jón og Valdimar, sem allir eru eða hafa
verið starfandi blaðamenn, heiðursskírteinum fyrir óvenj-
ulegt og áhrifaríkt starf á sviði blaðamennskunnar.