Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 86
86
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
legu á mánudagsmorgun og biðu, að upp stytti þokunni,
sem var á aðfaranótt þriðjudags. Lögðu þeir þá af stað,
eh þokunni skellti yfir aftur. Klukkan 3 til 4 síðdegis á
þriðjudaginn fundu þeir Kolbeinsey, jafnframt létti þok-
unni og gerði fagurt veður. Bát höfðu þeir með sér, settu
þeir hann á flot og gengu á land á eyjunni, en sjór var
eins dauður og framast má verða norður þar. Dvöldu
þeir við eyjuna það, sem eftir var dags, og fram á næstu
nótt. Þeir athuguðu hana vandlega, vaðbáru hana, og
mældist hún tæpa 60 faðma á lengd, 40 faðma á breidd,
og 5—6 faðma á hæð yfir sjávarmál. Fugl sáu þeir engan,
kvorki á eyjunni sjálfri né á sjónum í kring, og egg fundu
þeir engin; átti þó fugl þar að vera alorpinn, eftir gamalla
manna sögn, og fugl var alorpinn við Grímsey. Engin
vegsummerki voru þar eftir fugl, nema lítilsháttar
skegludritur á berginu. Þörungagróður enginn á flúðun-
um við eyjuna, sem von var, því hafís hafði þar verið
fram undir sumarmál. Færum renndu þeir í sjó hér og
þar í kringum eyjuna, en urðu ekki varir; ekki mældu
þeir sjávarhita.
Ekkert lausagrjót var á eyjunni, né neinn vottur fyrir
gróðri eða jarðvegsmyndun, og öll eyjan bar vott þess,
að sjóar hefðu yfir hana gengið. Stuðlaberg er þar ekki,
heldur brunnið blágrýti með augum og frauðulegt, en þó
núað og fágað eftir ágang sjóa og ísa. Kolbeinsev
hefir stórlega hnignað öldum saman, sem ráða má af lýs-
ingu hennar eftir Hvanndalabræður, og í raun og veru
er það ekki ótrúlegt. Er þeir félagar komu aftur til Húsa-
víkur úr Kolbeinseyjarför sinni, þótti mörgum hún ærið
tilkomulítil, en þeir kváðu sig löglega afsakaða, því að
“kreppan” væri komin alla leið þangað.
Eftir mælingu Friðriks sjóliðsforingja Ólafssonar á
varðskipinu “Ægh” árið 1933, er nákvæm mæling Kol-
beinseyjar þetta: Hæð 46 fet; lengd 230 fet; breidd 98 fet
og 196 fet, þar sem hún er breiðust. Eyjan liggur á 67°