Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 98
98
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
17. júní—Séra Valdimar J. Eylands, prestur Fyrsta
lúterska safnaðar í Winnipeg, sem þá þjónaði Útskála-
prestakalli, sæmdur riddarakrossi hinnar íslenzku Fálka-
orðu; hefii' hann staðið framarlega í vestur-íslenzkum
kirkjumálum og þjóðræknismálum; er meðal annars fyrrv.
forseti Þjóðræknisfélagsins og hefir um nokkur undan-
farin ár verið vara-forseti Kirkjufélagsins lúterska.
17. júní—Lýðveldisdagur Islands haldinn hátíðlegur
með fjölmennum mannfagnaði að Mountain, N. Dak., þar
sem séra Eiríkur Brynjólfsson var aðalræðumaðuriim,
einnig samdægurs með samkomum í Blaine og Seattle,
Wash.; 19. júní að Hnausum, Man.; þar sem frú Elinborg
Lárusdóttir skáldkona frá Reykjavík flutti aðalræðuna;
20. júní í Chicago, 111., og 25. júní í Vancouver, B.C.
18. -22. júní—Sextugasta og fjórða ársþing Hins evang-
ehska lúterska kirkjufélags Islendinga í Vesturh. haldið
að Gimli, Man. Séra Eiríkur Brynjólfsson, sem stuttu síð-
ar hélt aftur til Islands, prédikaði við þingsetningu. Séra
Egill H. Fáfnis var endurkosinn forseti.
Júní—Frederick T. Fridgeirson (sonur Ásgeirs (látinn)
og Þorbjargar Fridgeirson, að Gimli, Man.) útskrifaðist
af City College, Santa Monica, Calif., og hlaut mennta-
stigið “Associate in Arts.”
20.-22. júní—Tuttugasta og annað ársþing Islenzkra
frjálstrúarkvenna í Norður-Ameríku (Sambands kvenfél-
aga Sameinaða Kirkjufélagsins) haldið að Hnausum, Man.
Mrs. S. E. Björnsson var endurkosin forseti sambandsins.
Þessar konur voru kjörnar heiðursfélagar: Miss Hlaðgerð-
m Kristjánsson, Winnipeg, Mrs. Guðrún Mathews, Oak
Point, Man., og Mrs. Eiríka Vilborg Björnsson, Piney,
Manitoba.
Júní—Mrs. Jakobína Johnson, skáldkona í Seattle,
Wash., þáði vinaboð á Islandi og dvaldi þar fram á haust,
ferðaðist allvíða um landið, flutti erindi og las upp kvæði
á samkomum, og var hvarvetna ágætlega fagnað.