Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 52
52
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Það mun sanni næst, að fæstir þeir, sem nú lifa, muni
geta skilið þær mannraunir, sem Oddný varð að ganga í
gegn um, en viljinn og þrekið var óbilandi; veður mis-
jöfn og óblíð hömluðu ekki ferðalögum hennar; aldrei
heyrðist þess getið, að hún neitaði að fara, þótt nær taldist
ófært veður.
Aðsókn til Oddnýjar jókst jafnt og stöðugt; var hennar
vitjað ekki aðeins af íslendingum heldur og af mörgum
annara þjóða mönnum fjær og nær.
Svo mjög gerðist aðsókn til Oddnýjar, að hún var
tímum saman frá heimili sínu vegna þess, að hennar var
vitjað úr öðrum stað, áður en hún gat komist heim. Aldrei
heyrðist Eiríkur mæla æðruorð, þótt hann yrði að gæta
bús og barna í fjærveru konu sinnar; hitt gefur að skilja,
að margt varð ógert á heimilinu við fjærveru hennar.
Tuttugu og tveggja ára byrjar Oddný að gegna em-
bætti sínu, mun starfstími hennar hafa verið full fimtíu
ár eða nokkuð meir.
1 skýrslu ritaðri af henni sjálfri er þess getið, að hún
hafi verið ljósmóðir að 840 börnum, þar af eru 611 ís-
lenzk, og hin tilheyrandi ýmsum þjóðflokkum.
Ekki em tilgreind önnur sjúkdóms tilfelli, þegar hen-
nar var leitað. Hefði þó verið fróðlegt að fá að vita um
það. Oddný var ljósmóðir af Guðs náð; hún var allra
vinur og öllum trú.
Oddný var tiguleg í sjón og framgangsmáta; gekk hún
hversdagslega í skrautlausum, en vönduðum fatnaði.
Ekki lét hún mikið yfir sér, en ráðdeild hennar var ávöxt-
ur af ágætri mentun, mikilli lífsreynslu, og af umgengni
með siðfáguðu og mentuðu fólki. Minntist hún vera sinn-
ar í Kaupmannahöfn og viðkynningar við Jón Sigurðsson
með mildlli hrifningu; skapaði það glæsilega og skýra
mynd af þeim dögum. Hún var haldin mikilli meðlíðan
með kjömm annara, og næmri tilfinning fvrir öllu góðu
og göfugu.