Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 112
112
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
ýjar, er þar bjuggu. Talin hafa flutt vestur um haf um alda-
mótin.
6. Steinunn Þórðardóttir Guðbrnndsson, ekkja Hafliða Guð-
brandssonar frá Hvítadal í Dalasýslu (d. 1935), á sjúkrahúsi í
Minneapolis, Minn. Fædd að Berufirði í Reykhólasveit 5. sept.
1861. Kom til Ameríku 1882 og hafði frá því stuttu síðar og
fram á síðustu ár verið búsett í Garðar-byggð í N. Dak. og
þar í bænum.
12. Erlendur Erlendsson, verkstjóri hjá Patterson-kornhlöðufélag-
inu í Winnipeg, á Almenna sjúkrahúsinu þar í borg, 59 ára
að aldri; uppalinn að Langruth.
19. Þorsteinn (Steini) Goodman, að heimili sínu í Marietta, Wash.
Fæddur 9. okt. 1874 að Ketilsstöðum í Mýrdal í Vestur-
Skaftafellssýslu. Foreldrar: Eyjólfur Guðmundsson og Arn-
lieiður Þorsteinsdóttir. Fluttist vestur um haf til Pembina,
N. Dak., með foreldrum sínum níu ára gamall, en hafði verið
bóndi í Marietta síðastliðin 46 ár.
21. Gísli Hallson bóndi, á lieimili sínu í Vogar-byggðinm í Mani-
toba. Fæddur að Hrærekslæk i Hróarstungu í Norður-Múla-
sýslu 2. ágúst 1884. Foreldrar: Eiríkur Hallsson og Anna
Magnússon. Fluttist til Canada með foreldrum sínum 1902 og
hafði alltaf átt heima í Vogar-byggð.
23. Grímur Steingrímsson Grímsson, á elliheimilinu “Betel” að
Gimli, Man. Fæddur 9. júní 1863 að Grímsstöðum í Reyk-
holtsdal í Borgarfjarðarsýslu. Foreldrar: Steingrímur Gríms-
son og Guðrún Jónsdóttir. Fluttist vestur um haf til N. Dak-
ota 1882, nam land og var þar búsettur um tíma, en síðan á
ýmsum stöðum í Canada, meðal annars landnemi í íslenzku
byggðinni í grennd við Red Deer, Alberta. Meðal systkina
hans er Guðmundur Grímsson héraðsdómari í Rugby, N. Dak.
30. Katrín Thorsteinsson, ekkja Hákonar Thorsteinsson, að heim-
ili dóttur sinnar, í Pertli Amboy, New Jersey. Fædd 11. júlí
1857, ættuð úr Borgarfirði. Fluttist vestur um haf með manni
sínum fyrir 55 árum; hafði verið búsett í 40 ár í Sayerville,
New Jersey, en síðan í Perth Amboy.
MAl 1948
1. Gunnlaugur Jóhannsson kaupmaður, að heimili sínu í Winni-
peg, Man. Fæddur að Skeggjastöðum í Miðfirði í Húnavatns-
sýslu 13. sept. 1867. Foreldrar: Jóhann Ásmundsson og Guð-
rún Gunnlaugsdóttir. Fluttist vestur um haf tvítugur að aldri,
og hafði, að einu ári undanskildu, átt heima í Winnipeg. Tók
mikinn þátt í félagsmálum, einkum kirkju- og bindindismálum,
og var forystumaður í hópi vestur-íslenzkra Good Templara.
Albróðir hans er Ásmundur P. Jóhannsson byggingarmeistari
í Winnipeg.
14. Guðrún Ágústa Thordarson Howden, á Almenna sjúkrahúsinu