Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 106
106
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Stefánsson frá Þverá í Blönduhlíð í Skagafirði og Steinunn
Grímsdóttir frá Brettingsstöðum í Flateyjardal í S. Þingeyjar-
sýslu; fluttust af íslandi til Kinmount, Ontario, árið 1874, en
til Nýja-íslands í fyrsta íslenzka liópnum haustið 1875.
JÚLÍ 1947
29. Loftur Ingvar Hallgrímsson Matthews, málarameistari, í Win-
nipeg, Man. Fæddur að Hjálmarsströnd í Loðmundarfirði í
Norður-Múlasýslu 25. marz 1898. Foreldrar; Hallgrimur Met-
úsalemsson og Kristjana Júlía Vigfúsdóttir, síðar búsett á Seyð-
isfirði Fluttist með þeim til Winnipeg 1913 og hafði, að nok-
krum árum undanteknum, verið búsettur þar.
ÁGÚST 1947
27. Guðmundur Sigurðsson Austfjörð, á ferðalagi í grennd við
Cavalier, N. Dak. Fæddur 2. marz 1879 að Ekkjufellsseli í
Fellum í Norður-Múlasýslu. Foreldrar: Sigurður Guðmunds-
son frá Ilafrafelli í Fellum og Sigríður Björnsdóttir frá Hofi í
sömu sveit. Fluttist til Ameríku með foreldrum sínum 1887 og
hafði alla ævi átt heima í Akra-byggð í N. Dakota.
SEPTEMBER 1947
20. Miss Ágústa Bergmann nuddlæknir, á sjúkrahúsi í Mason City,
Iowa. Fædd á ísafirði 7. apríl 1877. Kom til Vesturheims 19Í2
og hafði verið búsett í Mason City síðastliðin 30 ár; hafði getið
sér orð fyrir áhuga sinn á menningar- og félagsmálum heima-
borgar sinnar.
30. Mrs. Alfred Oihus (Ingibjörg Severson), á sjúkrahúsi í Graf-
ton, N. Dak. Foreldrar: Snorri Sigurðsson (Severson) hrepp-
stjóra á Klömbrum i Vesturhópi í Húnavatnssýslu og Skúlína
Guðmundsdóttir Ólafssonar prests á Hjaltabakka. Fluttist með
foreldrum sínum úrsgömul vestur um haf til N. Dakota. Hafði
svo að segja jafnan síðan átt heima í Grafton. Kennslukona að
menntun, hafði meðal annars síðastliðin 15 ár átt sæti í skóla-
stjóm Grafton-bæjar, síðustu 10 ár sem formaður hennar, og
einnig um mörg ár verið forseti kennarafélagsins í Walsh-
héraði.
OKTÓBER 1947
3. Einar Guðmundsson, á elliheimilinu “Betel” að Gimli, Man.
Fæddur á Svarthamri í Álftafirði 9. okt. 1859. Foreldrar: Guð-
mundur Jóhannesson og Friðgerður Gunnlaugsdóttir. Fluttist
af Islandi til Canada 1897 og hafði síðan árið eftir átt heima
að Gimli.
20. Stefán Thorgrímsson, af slysförum í Vancouver, B.C. Fæddur
þar í borg, 29. febr. 1920, sonur Ásgríms Thorgrímssonar (lát-
inn) og konu hans Jóhönnu, nú Mrs. Jóhannes Sveinsson, Ox-
nard, Calif.