Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 104
104
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
14. nóv.—Héldu sveitungar og aðrir velunnarar Gut-
torms J. Guttormsson skálds honum veglegt og fjölmennt
samsæti í Riverton, Man., í tilefni af sjötugsafmæli hans,
hyltu hann og konu hans í ræðum, kvæðum og söng, og
sæmdu þau góðum gjöfum. Símskeyti barst frá mennta-
málaráðherra Islands, herra Eysteini Jónssyni, þess efnis,
að Forseta íslands hefði sæmt skáldið stjömu Stórrid-
dara-Fálkaorðunnar í viðurkenningar skyni fyrir merk
ritstörf hans, en hann varð Stórriddari 1939.
22. nóv.—Sextíu ára afmæhs Good Templars stúkn-
anna “Heklu” og “Skuldar” haldið hátíðlegt með f jölsóttri
samkomu í Winnipeg. Arinbjöm S. Bardal, um langt
skeið stórtemplar í Manitoba, stýrði samkomunni, en
aðalræðumenn vom dr. Runólfur Marteinsson, fyrrv. stór-
templar, og dr. Richard Beck, fyrrv. æðsti templar stúk.
“Heklu”, sem einnig flutti kveðjur Stórstúku Islands.
Bindindisfrömuðurinn dr. Sigurður J. Jóhannesson flutti
ávarp.
28. nóv.—Sjötíu ára afmælis Fyrsta lúterska safnaðar
í Winnipeg minnst með vhðulegum hátíðaguðsþjónust-
um. Við morgunguðsjónustuna, sem fram fór á ensku,
prédikaði sóknarpresturinn, séra Valdimar J. Eylands, en
Gamet Coulter, bargarstjóri í Winnipeg, flutti kveðjur
borgarinnar. Við kvöldguðsþjónustuna, sem haldin var á
islenzku, prédikaði dr. Rúnólfur Marteinsson, en séra
Egill H. Fáfnis, forseti lúterska Kúkjufélagsins, flutti
kveðjur þess. Kveðjuskeyti bámst frá dr. Sigurgeir Sig-
urðssyni, biskupi Islands, og dr. Bjama Jónssyni, dóm-
kirkjupresti og vígslubiskupi í Reykjavík.