Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 115
ALMANAK
115
póstmeistari og Helga Elíasson, nú búsett í Winnipeg.
24. Ekkjan Pálína Marteinsdóttir Johnson, frá Álftagerði við Mv-
vatn, að heimili sínu í grennd við Churchbridge, Sask.
JÚLl 1948
2. Áskell Brandsson, að heimili sínu í grennd við Blaine, Wash.
Fæddur 5. des. 1875 að Brekku í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu.
Foreldrar: Landnámshjónin Jón Brandsson og Margrét Guð-
brandsdóttir. Fluttist vestur um haf með þeim tveggja ára
gamall, fyrst til Minnesota, en síðan til N. Dakota. Nam land
bæði í Saskatchewan og Montana, en hafði verið búsettur í
Blaine síðan 1921.
3. Landnámsmaðurinn Sigurður Magnússon, á sjúkrahúsi í Wyn-
yard, Sask. Fæddur 5. apríl 1861 að Ljúfustöðum í Bitru-
hreppi í Strandasýslu. Fluttist af íslandi til Norður-Dakota
1885, en nam land 1905 í grennd við Kandahar, Sask., og bjó
þar fram á síðustu ár.
7. Kristbjörg Stefanía María Jónsdóttir Howardson (Hávarðs-
son), ekkja Guðmundar Hávarðssonar frá Gauksstöðum í Jök-
uldal (d. 1942), að Lundar, Man. Fædd á Möðrudal á Hóls-
fjöllum 3. febr. 1866. Kom til Canada 1905.
9. Ingibjörg Dorotea Erlendsdóttir Kárason, kona Guðbjartar
Kárasonar, að heimili sínu í Blaine, Wash. Fædd í Reykjavík
14. marz 1876. Foreldrar: Erlendur Hannesson og María Gísla-
dóttir. Fluttist til Canada aldamátaárið.
10. Benedict Helgason, bóndi, að heimili sínu í Garðar-byggð í
N. Dakota. Fæddur þar í byggð 11. apríl 1884. Foreldrar:
Helgi Jóhannesson frá Torfunesi í Köldukinn og Þórunn Ólafs-
dóttir frá Hleinargarði í Eiðaþinghá.
14. Jón Guðmundsson, fyrrv. verkstjóri, í Calgary, Alberta. Fædd-
ur á Auðnum í Sæmundarhlíð í Skagafjarðarsýslu 14. febr.
1863. Foreldrar: Guðmundur Þorvaldsson og Guðbjörg Eg-
gertsdóttir. Fluttist vestur um haf til N. Dakota á tvítugsaldri,
en hafði verið búsettur í Calgary síðan 1888.
15. Gísli Blöndal málari, af slysförum í Winnipeg, Man., 82 ára
að aldri. Foreldrar: Séra Markús Gíslason prests á Blöndu-
dalshólum og síðar á Stafafelli í Lóni og Matthildur Einars-
dóttir prófasts í Stafliolti. Kom vestur um haf fyrir 50 árum
og hafði lengst af verið búsettur í Winnipeg.
21. Gunnar Friðriksson bóndi, í Winnipegosis, Man. Fæddur 5.
okt. 1866 á Lækjamóti í Þistilfirði í Norður-Þingeyjarsýslu.
Foreldrar: Friðrik Gunnarsson og Margrét Dagsdóttir. Flutt-
ist til Vesturheims 1887 og hafði verið búsettur í Winnipeg-
osis síðan 1899.
26. Jóhanna Ingiríður Peterson, kona Bessa Peterson, að heimili
sínu í grennd við Gimli, Man. Fædd á Akureyri 10. nóv. 1897.
Foreldrar: Hafliði Gunnarsson og kona hans. Kom til Canada