Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 57
ALMANAK
57
og glaðri lund. Hann var fríður maður og vel á sig kom-
inn. Kunnugur maður honum hefir sagt mér, að eitt af
áberandi einkennum hans væri hugargleði og ljúflyndi.
Hann bar aldur sinn vel, en var blindur 13 síðustu ævi-
árin. Kom honum þá í góðar þarfir ást og umönnun konu
sinnar, og dótturinnar, er ævilangt dvaldi í nágrenni við
foreldra sína, og óþreytandi var í kærleiksríkri þjónustu
þeim til handa. Einnig átti hann djúpa ást og virðingu af-
komenda sinna, og var þeim ekki einungis góður afi, er
þau elskuðu og vhtu, en jafnframt indæll félagi; olh
því ást og skilningur hans á hinum ungu og samúð hans
með þeim. Hann andaðist að heimili sínu síðla dags 7.
október 1928, og var þá nærri fullra 88 ára að aldri. Hann
var jarðsungmn af séra Jónasi A. Sigurðssyni, þann 10.
október að viðstöddu fjölmenni.
Margrét Ólafsdóttir lifði mann sinn í rúm 8 ár; hún
andaðist að heimili sínu í Selkirk 17. október 1936, 93 ára
og rúmra 6 mánaða betur; hún var til moldar vígð af séra
Carli J. Ólson, 21. s.m. Systurdóttir Margrétar er Mrs.
Guðrún Davíðsson í Selkirk. Margréti mátti með sanni
kvenhetju telja; það er bjart yfir mmningu hennar í hug-
um þeirra, sem henni kynntust, en bjartast í hugum dætra
hennar og dóttur-barna.—og þá sérílagi í huga Mrs. B. O.
Christiansson, sem um gekst hana daglega og alla ævi
hafði nærri henni dvalið og hjúkraði henni og föður sín-
um, með stakri nákvæmni og ástúð í elli þeirra.
Margrét var af þróttmikilli og ágætri ætt komin, og
bar með sér í hugsun og framkomu mörg einkenni ættar
sinnar. Hún var ágætum gáfum gædd, sjálfstæð og þrótt-
mikil í hugsun og störfum. Hún átti sinn stóra þátt í
óvenjulegri hjálpfýsi heimilis þeirra, sem óvíða mun hafa
átt sinn líka hér vestra. En það var í senn gististaður veg-
farenda; sjúkir áttu þar tíðum athvarf, en þess utan ólust
þar upp nokkur börn, sem munaðarlaus og vinafá voru
um lengri eða skemmri tíma; sum þeirra árum saman, en