Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 73
ALMANAK
73
Finnur varð hörkulegri á svipinn og að brjóstið þandist
út. Þeir sáu hann stinga heykvíslinni þétt ofan í stakkinn
og koma með fjögur bindi á henni og kasta á borðið; öll
sneru bindin rétt. Og þessu fylgdi sú skæðadrífa af bind-
um, að menn höfðu aldrei séð neitt líkt því. Hnigan á
borðinu varð hærri og hærri. Bandskérinn og Pat réðu
ekki við þessi ósköp, sem á borðið hrúguðust. Þeir revndu
að ryðja bindunum einhvemveginn af borðinu ofan á
jörðina, en hvemig, sem þeir hömuðust, hækkaði hrúgan
á borðinu. Síðast gat Pat ekki nema bölvað. Þá komu
bindin fljúgandi yfir hrúguna og duttu ofan í hvoftinn á
vélinni. Heyrðist þá voðahljóð og skruðningur í vélinni.
Var eins og öll vélin væri að liðast í sundur. Gufuvélin
næstum því stansaði og mönnum svndist togleðurreimin
milli. vélanna ætla að slitna í sundur. Þaut þá Harry
Brown og stansaði gufuvélina. Þegar vélarnar stönsuðu,
hrópaði Pat til Finns: “Eg skal koma upp í stakkinn til
þín, og þá verður einum fjárans fslendingnum færra”.
Finnur stakk þá heykvíslinni með afli ofan í stakkinn, og
sté hægri fætinum svolítið fram. Sýndist hann verða
býsna hvasseygður, og fastmæltur var hann, er hann
sagði: “Og komdu bara, ef þú þorir!”
Svo hafði enginn vogað að ögra Pat fyrri. Hann froðu-
felldi af reiði og hentist upp í stakkinn til Finns. Hvað í
raun og veru gerðist næstu augnablikin, gátu menn ekki
séð fyrir víst. Þeir sáu Pat stökkva upp í stakkinn og reiða
upp hægri handlegginn til ósvikins hnefahöggs, og þeir
sáu Finn færa sig nær Pat. Það næsta, sem þeir sáu, var
að Pat kom fljúgandi ofan úr stakknum og þeyttist ótrú-
lega langt út í akur. Kom hann niður á herðamar og
höfuðið. Lá hann á jörðinni og gapti og gat lengi ekki
náð andanum. En Finnur stóð á stakksbrúninni og kall-
aði til Pats: “Komdu aftur, ef þú þorir, lagsmaður!”
framir allir, sem við vélina unnu, þyrptust nú utan
um Pat. Lutu þeir ofan að honum að sjá, hvort hann væri