Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 70
70
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
standa í hraukunum í tvær til þrjár vikur. Þá var því
stakkað. Voru vanalega frá 10 til 12 vagnfarmar í stakk.
Oftast voru fjórir stakkar látnir standa saman. Þótti ekki
borga sig að flytja þreskivél til þess, sem átti minna en
fjóra stakka. Urðu því þeir, sem minna áttu, að flvtja til
nágranna sinna afurðir litla akurblettsins síns. Kom fyrir,
að þrír eða fjórir áttu hveitistakka í sama stað. Eftir að
búið var að stakka hveitinu, voru stakkamir lábiir standa
í þrjár vikur, áður en þeir voru þresktir. Nokkmrn dögum
eftir að stakkað var, fór að hitna í stökkunum. Var þá
sagt, að hveitið væri í “svita”. f þessu ástandi voru stakk-
amir á þriðju viku. Þóttu þeir ekki þreskjandi fyrr en
eftir þrjár vikur, frá því þeir höfðu verið hlaðnir. Væru
stakkamir þresktir meðan þeir voru í “svita”, vildi ekki
hveitikomið skiljast frá stönginni og fór þá mikið af komi
til spillis. Svo var annað, væri þreskt of snemma, þá varð
hveitikomið ekki eins fallegt á litinn. Eftir því sem kornið
varð rauðbleikara á litinn, þótti það fallegra og þá fékkst
betra verð fyrir það. Þess lengur sem stakkamir stóðu,
fannst mönnum komið verða betra. Þresking byrjaði því
seinna á þeim tímum en nú, og entist fram undir vetur-
nætur.
Þreskivélin er í tveimur pörtum. Er annar parturinn
skilvélin, sem þreskingin er gjörð með, en hinn parturinn
er gufuvélin eða aflgjafinn. Þegar þreskt er, eru um 60
fet milli aflgjafans og skilvélarinnar. Em vélarnar tengd-
ar saman með breiðri og þykkri togleðurreim. Æfinlega
voru tveir stakkar þresktir í einu. Var skilvélin dregin inn
á milli stakkanna. Bihð á milh stakkanna var ekki meira
en það, að hægt var að koma vélinni inn á milli þeirra.
Framan á skilvélina var fest sitt borðið hvom megin.
Rétt aftan við borðin, en svolítið lægra í miðri vélinni,
er hvoftur vélarinnar. Að ofan lítur hann út eins og stór
kistill. Innan í þessum kistli er stálsívalningur og standa
stálgaddar út úr honum. Neðan við sívalninginn liggja