Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 35
ALMANAK
35
skipið fór ekki nema 6 til 9 mílur enskar á klukkustund,
í staðinn fyrir 20 til 25 mílur, sem það hefði átt að fara,
ef veðrið hefði \’erið þolanlegt. Að kvöldi þess 28. júní
eygðist Ný-Fundnaland, aðeins, í sjónauka, í suðri.
29. júní. Nú var sjór orðinn nokkuð sléttur; þó var
enn mótbyr, þéttings vestan vindur. Um morguninn sáust
hafísjakar hér og hvar, háir sem tumar sumir þeirra. Þá
var svo kalt um morguninn að bleyta var frosin á þilfar-
inu. En svo fór nú veðráttan að batna eftir því sem á
daginn leið. Urn kvöldið fómm við framhjá mörgum eyj-
um, flestum að sjá fremur smáum. Við gizkuðum á að
evjar þessar væru flestar óbyggðar.
30. júní. Ágætt veður, sólskin og logn. Um daginn
sáum við land á stjórborða; var það meginland Ameríku.
1. júlí. Sama veður. Sást nú land á hléborða f.m. og
um miðjan dag sáum við land á bæði borð, og vomm við
að hefja innsiglingu inn hinn langa fjörð, sem borgin
Quebec stendur við og nefnist St. Lavvrence fjörður.
Seint um daginn tók skipslæknirinn alla fyrir og aðgætti
hvort fólk væri bólusett. Öllum þeim, sem bólusetning-
arör sást á, gaf hann passa, sem menn skvldu svna vdð
jámbrautina, en alla aðra bólusetti hann.
2. júlí. Sama veður, enn meiri hiti, svo allir voru ren-
nandi sveittir, þó þeir sætu kyrrir á þilfarinu. Klukkan
11 f.m. stanzaði skipið (það var samt ekki komið til Que-
bec). En það var að bíða eftir lækni, sem kom úr landi.
Þessi læknir skoðaði farþega aftur á ný og bólusetti alla
þá, sem skipslæknirinn hafði ekki bólusett. Klukkan 12
áhádegifórumvið aftur af stað og komum loks til Quebec
kl. 3.00 e.m. Skipið hafnaði sig við bryggju að sunnan-
verðu við f jörðinn, því þar átti að skipa upp öllum vörum,
og þar stigu einnig allir á land, sem ætluðu til Bandaríkj-
anna, en þeir, sem til Winnipeg ætluðu voru fluttir á litlu
skipi norður yfir fjörðinn eða réttara sagt fljótið (St.
Lawrence fljótið). Þeim megin er aðalborgin. Strax er upp