Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 108
108 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
15. Guðmundur Sigurðsson, fyrrunr að Vogar, Man., á sjúkrahúsi
í Vancouver, B.C., 79 ára að aldri.
19. Landnámskonan Hildur Jónína Finnsson, að heimili dóttur
sinnar í Árborg, Man. Fædd 23. jan. 1880 að Víkingsstöðum
við Riverton, Man. Foreldrar: Sigfús Pétursson og Þóra Sveins-
dóttir, frumbyggjar í Fljóts-byggð á þeim slóðum. Kennslu-
kona framan af árum.
19. Stefán E. Davidson, einn af frumherjum í hópi íslendinga í
Selkirk, Man., að heimili sínu jrar í bæ. Fæddur að Litlu Varð-
gjá í Flatey á Skjálfanda í Suðurþingeyjarsýslu 22. febr. 1873.
Foreldrar: Eiríkur Davíðsson og Helga Stefánsdóttir Jónsson-
ar, síðar landnámsnraður vestan hafs og lengi bóndi á Jóns-
nesi í Mikley. Fluttist fjögra ára að aldri til Vesturheims með
foreldrum sínum. Hafði starfrækt tinsmiða-verkstofu í Selkirk
um 40 ár.
23. Roy Willard Olson, á Berry Island, Lake Winnipeg, Man.
Sonur Mr. og Mrs. Páll Olson á Gimli, 26 ára að aldri.
26. Ásta Johnson, að heimili sínu í Winnipeg, Man. Fædd í Múla-
koti í Mýrasýslu 14. sept. 1878. Foreldrar: Jóhannes Magnús-
son og Kristín Jónsdóttir. Fluttist vestur um haf, með manni
sínum, Helga Jónssyni trésmiðameistara frá Eskiholti í Borgar-
firði, aldamótaárið og settust þau þá þegar að í Winnipeg.
JANÚAR 1948
3. Miss Inga Johnson, hjúkrunarkona og fyrr\'. umsjónarkona
elliheimilisins “Betel” að Gimli, Man., á Deer Lodge sjúkra-
húsinu í Winnipeg, Man. Fædd á Gimli 17. okt. 1880. For-
eldrar: Jón Sigurjónsson Johnson og Sigurlaug Gísladóttir. Út-
skrifaðist í hjúkrunarfræði frá Almenna sjúkrahúsinu í Winni-
peg 1907. Gegndi hjúkrunarstörfum á meginlandi Norðurálf-
unnar í fyrri heimsstyrjöldinni (1916-1919) og var sæmd ýms-
um heiðursmerkjum í viðurkenningarskyni fyrir starf sitt.
6. Dr. Ágúst Blöndal læknir, á Almenna sjúkrahúsinu í Winni-
peg, Man. Fæddur í Edinburg, N. Dak. 8. júlí 1889. Foreldr-
ar: Björn Blöndal og Björg Halldórsson, systir Magnúsar
Halldórssonar læknis. Útskrifaðist í læknisfræði frá Manitoba-
háskóla 1913, gegndi um allmörg ár læknisembætti að Lund-
ar, Man., en hafði síðan 1922 stundað lækningar í Winnipeg.
Kunnur fyrir listmálara-hæfileika sína.
7. Stefán Tómasson, á Deaconess sjúkrahúsinu í Grand Forks, N.
Dak. Fæddur 24. okt. 1864 að Bakkaseli í Öxnadal í Eyja-
fjarðarsýslu. Foreldrar: Tómas Egilsson og Ástþrúður Jóns-
dóttir. Kom til Vesturheims 1888, dvaldi fyrstu árin í Canada,
16. Elsabet Thorarinson, ekkja Magnúsar Þórarinssonar frá Rauða-
mel (d. 1931), í Everett, Wash. Fædd 28. júlí 1859 í Litla
Langadal á Skógarströnd í Snæfellsnessýslu. Foreldrar: Dan-
íel Ivarsson og Sesselja Jónsdóttir. Kom til Ameríku 1883.