Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 31
ALMANAK
31
veðri. Þaðan fórum við aftur klukkan eitt um nóttina og
sigldum nú beint strik til Granton á Skotlandi.
14. júní. Gott veður, suðvestan hefjandi gola, nok-
kuð hvass, með köflum. Þennan dag lenti stúlka útbyrðis
(eflaust af ásettu ráði). Skipið var stöðvað, þegar í stað,
bátur settur út og varð stúlkunni bjargað; hjálpaði það
til, að vindur hafði komizt í pilsin og haldið henni uppi.
Hún var aðeins með lífsmarki, en hresstist samt furðu
fljótt. Afráðið var að skilja þessa konu eftir í Granton, og
senda hana svo þaðan heim aftur til Islands, því hún var
álitin að vera ekki með fullu ráði. Svo veit eg ekki meira
um það. Eftir miðjan dag eygðum við land, aðeins, út við
sjóndeildarhring, á vinstri hönd; það voru Shetlandseyjar
(Hjaltland).
15. júní. Heiðríkt og bezta veður. Klukkan 5 um
morguninn sást Skotland í suðvestur frá skipinu. Skömmu
fyrir hádegi vorum við framundan nyrzta bæ á Skotlandi.
Bær sá heitir Péturshöfði (Peterhead). Þar var sett upp
að landi til að fá læknishjálp handa konunni, sem ól
bamið á leið vorri gegnum Færeyjar, því hún var víst
hættulega veik. Péturshöfði var sá fyrsti bær sem við sá-
um, og varð mönnum næsta starsýnt á byggingamar, og
er það þó lítill bær í samanburði við aðra bæi á Bret-
landi. Eftir litla dvöl fórum við þaðan aftur, og sigldum
nú suður með ströndum Skotlands, einn óraveg, að mér
virtist, unz við komum kl. 7 um kvöldið suður að mynn-
inu á Furðufirði (Firth of Forth) stærsta firði á Skotlandi.
Eitt hið merkilegasta, er eg þóttist sjá þenna dag, var viti,
byggður upp úr sjó, á að gizka 10 rnílur undan landi.
Um kvöldið sigldum við inn Furðufjörð og komum til
Granton kl. 11.30 e.m. Þá var orðið koldimt, og gat mað-
ur því ekkert séð á land nema ljósaraðirnar um allt. Já,
ljósin, þau vora dýrðleg, og eitt af því nýstárlega fyrir
okkur, hvert við annað og í öllum áttum að sjá, á landi,
með ýmsum litum: hvít, rauð og græn ljós. Og svo var