Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 32
32
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
annað, sem sumum þótti nokkuð undarlegt, en það var,
að nú, í miðjum júní skyldi hér vera koldimm nótt og
stjömur sjást um allan himin, jafnvel vetrarbrautin, nærri
því eins skýrt og í skammdegi heima á Islandi. Á fimm
dögum höfðum við siglt suður úr bjartnættinu. Einhverra
orsaka vegna, sem mér vom ekki kunnar, lagðist skipið
ekki við brvggju fyr en snemma næsta morgun.
16. júní. Trínitatis sunnudagur. Heiðríkt, logn, sóls-
kin og mikill hiti. Klukkan 5 um morguninn vöknum
við það, að stýrimaður á “Thyru” hrópar ofan til okkar í
lestina: “Op til Amerika”. Allir þustu á fætur og gengu
svo af skipi og biðu á bryggjunni meðan náð var upp
flutningi okkar, sem síðan var skoðaður af tollþjónum,
og var aðeins lítillega litið ofan í koffort manna, sem jafn-
óðum voru látin upp í vagna. Þar á bryggjunni sá eg hinn
fyrsta hest í Skotlandi; þótti öllum hesturinn aðdáanlega
fallegur. Bar fleira en eitt til þess: Hann var talsvert
meira en hæð mín um herðakampinn og eftir því þrekinn
og sterklegur, holdugur vel, mjallahvítur og gljáði á
skrokkinn; svo voru aktýgin, sem við höfðum heldur ekki
séð fyr á æfinni, og sem þessi hestur var girtur í, öll að
sjá kopar og látúnslegin og allt að sjá pólerað og skygnt.
Þegar búið var að ganga frá flutningnum máttum við
ganga æði kipp, þangað sem við fórum á vagn, og þá
voru farbréfin tekin af okkur. Svo fór lestin af stað, og
komum við til Glasgow að IV2 tíma liðnum. Af vögnun-
um máttum við ganga fullan hálftíma eftir bænum, unz
við komum á Emigranta hótelið. Þar fór prýðilega vel
um okkur Anchorlínu fólk. Með okkur voni um 30 Allan-
línu emigrantar til Glasgow; höfðu þeir mun verra hús-
næði en við. Þenna dag var mér ílt í höfði.
17. júní. Mánudagur. Vorum um kyrt í Glasgow. Þá
skoðuðu Islendingar sig um í búðunum og sumir keyptu
ýmislegt, sem margt var ódýrt ef maður var nógu dugleg-
ur að raga niður. Það virtist ekki vera fastur prís á neinu