Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Page 32

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Page 32
32 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: annað, sem sumum þótti nokkuð undarlegt, en það var, að nú, í miðjum júní skyldi hér vera koldimm nótt og stjömur sjást um allan himin, jafnvel vetrarbrautin, nærri því eins skýrt og í skammdegi heima á Islandi. Á fimm dögum höfðum við siglt suður úr bjartnættinu. Einhverra orsaka vegna, sem mér vom ekki kunnar, lagðist skipið ekki við brvggju fyr en snemma næsta morgun. 16. júní. Trínitatis sunnudagur. Heiðríkt, logn, sóls- kin og mikill hiti. Klukkan 5 um morguninn vöknum við það, að stýrimaður á “Thyru” hrópar ofan til okkar í lestina: “Op til Amerika”. Allir þustu á fætur og gengu svo af skipi og biðu á bryggjunni meðan náð var upp flutningi okkar, sem síðan var skoðaður af tollþjónum, og var aðeins lítillega litið ofan í koffort manna, sem jafn- óðum voru látin upp í vagna. Þar á bryggjunni sá eg hinn fyrsta hest í Skotlandi; þótti öllum hesturinn aðdáanlega fallegur. Bar fleira en eitt til þess: Hann var talsvert meira en hæð mín um herðakampinn og eftir því þrekinn og sterklegur, holdugur vel, mjallahvítur og gljáði á skrokkinn; svo voru aktýgin, sem við höfðum heldur ekki séð fyr á æfinni, og sem þessi hestur var girtur í, öll að sjá kopar og látúnslegin og allt að sjá pólerað og skygnt. Þegar búið var að ganga frá flutningnum máttum við ganga æði kipp, þangað sem við fórum á vagn, og þá voru farbréfin tekin af okkur. Svo fór lestin af stað, og komum við til Glasgow að IV2 tíma liðnum. Af vögnun- um máttum við ganga fullan hálftíma eftir bænum, unz við komum á Emigranta hótelið. Þar fór prýðilega vel um okkur Anchorlínu fólk. Með okkur voni um 30 Allan- línu emigrantar til Glasgow; höfðu þeir mun verra hús- næði en við. Þenna dag var mér ílt í höfði. 17. júní. Mánudagur. Vorum um kyrt í Glasgow. Þá skoðuðu Islendingar sig um í búðunum og sumir keyptu ýmislegt, sem margt var ódýrt ef maður var nógu dugleg- ur að raga niður. Það virtist ekki vera fastur prís á neinu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.