Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 74
74
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
lífs eða liðinn. Urðu nú sumir af Irunum all geðæstir og
sögðu, að réttast væri að hengja Finn án dóms og laga.
Kom þá Harry Brown til þeirra og sagði: “Verið þið
hægir, piltar. Hver byrjaði þennan leik?” Við það sefuð-
ust þeir, sem æstastir höfðu verið. Menn sáu nú, að Pat
fór að geta andað, og áður en langt leið, reis hann upp
við olnboga. Harry frændi hans vildi þá hjálpa honum
að standa á fætur, en Pat vildi ekki þiggja það. “Því réttir
þú ekki karlinum hnefann?”, spurði Harry hálf glettnis-
lega. “Eg skal drepa hann,” sagði Pat. “Þú mátt þá ekki
taka aftur upp á því að fljúga, þér eru ekki fullvaxnir
vængimir enn þá,” sagði Harry og hló við. “Eg sver það
við alla heilaga, að eg skal ekki snerta við gamla mann-
inum, fyrri en hann hefir kennt þér að fljúga,” sagði Pat
all reiðilega.
Braust Pat nú á fætur, en gekk það hálf stirðlega.
Varð honum þá litið á mennina, sem stóðu í þéttum hring
allt í kringum hann. Pat var þá heldur ófrýnn á svipinn
og sagði með miklum þjósti: “Hvað eruð þið að gera
héma? Þið standið og horfið á mig eins og glópar. Farið
þið undir eins að vinna eða farið heim til ykkar og látið
mig aldrei sjá ykkur framar. Þið getið verið vissir um, að
eg er fær um að sjá fyrir mér sjálfur og þarf ekki ykkur
til að hjálpa mér. Það hefir enginn átt lengi hjá Pat
O’Connor, hafi þeir gert á hans hluta.” Fóru þá menn-
irnir að vinna, en Pat fór heim til sín og sást ekki í þrjá
daga.
Næst þegar Pat kom að vhma, var hann í góðu skapi.
Hann gekk rakleiðis til Finns, lagði hægri hendina á öxl-
ina á honum og sagði: “Eg er ekki reiður við þig, þetta
var alltsaman mér að kenna. Þú varst fljótari til að gera
það, sem eg ætlaði að gera sjálfur. Þú ert fyrsti maðurinn,
sem hefir sigrað Pat O’Connor, og eg hefði gaman af að
sjá annan, sem gæti gert það. Við skulum vera vinir.”
Svo tókust þeir í hendur og voru hinir glöðustu. “En