Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 26
26
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
íslenzku vikublöðunum, því að þau lýsa Magnúsi svo vel,
bæði skáldskap hans og lífsskoðun:
“Dagar líða, ár og aldir,
atburðimir þúsundfaldir,
ýmist hlýir eða kaldir,
örlaganna strauminn við.
Því er bezt með trú og trausti
taka glaður ævihausti,
verma braut að bananausti
bróðurhug og sálarfrið.
Áttatíu ár og níu
enduð kveð eg geði fríu,
þakka dagsins hret og hlýju,
harm og hverja gleðistund.
Senn eg liðinn ligg á fjölum
lágt í grafarfaðmi svölum.
Andinn rís að sólarsölum
sæll á minna vina fund.”
Hann bar í brjósti bjargfasta guðs- og eilífðartrú, trú
á sigurmátt hins göfuga og góða í nútíð og framtíð, og sú
háleita lífsskoðun hafði létt honum gönguna á langri lífs-
leið, sem hvergi nærri alltaf hafði verið rósum stráð, eins
og þegar hefir verið gefið í skyn, og hin bjartsýna lífs-
skoðun hans hafði einnig haldið honum eins ungum í
anda og raun bar vitni.
Magnús hafði runnið skeið lífsins með hreysti og
hetjuhug, og það, sem enn meira er um vert, hann hafði
háð það kapphlaup með drengilegumgóðhugtilsamferða-
mannanna á lífsleiðinni, eins og órækastan vottinn má