Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 80
80
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Líða svo margar aldii', að hljótt er um Kolbeinsey.
Mun lítið á hana minnst í sögum og sögnum, þar til árið
1580, að Guðbrandur Þorláksson biskup á Hólum (1571-
1627) gjörir út leiðangur til að leita að Kolbeinsey og
rannsaka hana í fræðilegum tilgangi. Mun þetta vera hin
fyrsta landafræðislega rannsóknarför, er var farin til eyj-
arinnar, og á ýmsan hátt merkileg. Guðbrandur biskup
hafði mikinn áhuga á að fræðast um Island og höfin í
kringum það. Mun hann oft hafa leitað upplýsinga erl-
endis frá sæförum og ferðamönnum um ferðir þeirra.
Til dæmis, er það í frásögur fært, að danskur maður, að
nafni Graah, hafi skírt mjótt annes með háum höfða á
austurströnd Grænlands; “Cap Guðbrand”, til heiðurs
við Guðbrand biskup. 7) Einnig gjörði hann jarðfræði-
legan upprátt af höfðanum, sem er í “Meddelelser om
Grönland”, bls. 245.
Til þess að leita Kolbeinseyjar og rannsaka hana, ef
hún fyndist, fékk Guðbrandur biskup þá Hvanndala-
bræður: Bjarna og Jón og Einar Tómassyni. Bjarni var
formaður fai'arinnar, þá 28 ára, en Jón og Einar ekki
tvítugir, samt voru þeir orðlagðir hreystimenn og sjógarp-
ar. Þótti þetta dirfskuferð. Hafði biskup boðið þeim
bræðrum fé mikið, að því er Jón prestur Einarsson segir,
sá er orti hinn landskunna brag um för þeirra bræðra til
eyjarinnar. Samt munu engir hafa verið fúsir til farar
með þeim bræðrum í landaleit þessa. Til ferðarinnar
völdu þeir áttæring, hið bezta skip, en ekki fundu þeir
eyjuna í þessari ferð, því að stór garður kom; hrepptu þeir
hið versta veður, náðu landi í Hraunum í Fljótum, og
höfðu þeir verið í þeirri ferð í tvo sólarhringa.
En er veðrinu slotaði og birti til, lögðu þeir af stað
aftur. Hrepptu suðaustan vind, en dimmviðri. Eftir að
7) Höfða þennan nefna Grænlendingar “Tornarsik” og liggur
hann á 85° 14' n.br. og er 480 metra á hæð (“Meddelelser om
Grönland”, IX. hefti, bls. 202).