Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Page 80

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Page 80
80 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: Líða svo margar aldii', að hljótt er um Kolbeinsey. Mun lítið á hana minnst í sögum og sögnum, þar til árið 1580, að Guðbrandur Þorláksson biskup á Hólum (1571- 1627) gjörir út leiðangur til að leita að Kolbeinsey og rannsaka hana í fræðilegum tilgangi. Mun þetta vera hin fyrsta landafræðislega rannsóknarför, er var farin til eyj- arinnar, og á ýmsan hátt merkileg. Guðbrandur biskup hafði mikinn áhuga á að fræðast um Island og höfin í kringum það. Mun hann oft hafa leitað upplýsinga erl- endis frá sæförum og ferðamönnum um ferðir þeirra. Til dæmis, er það í frásögur fært, að danskur maður, að nafni Graah, hafi skírt mjótt annes með háum höfða á austurströnd Grænlands; “Cap Guðbrand”, til heiðurs við Guðbrand biskup. 7) Einnig gjörði hann jarðfræði- legan upprátt af höfðanum, sem er í “Meddelelser om Grönland”, bls. 245. Til þess að leita Kolbeinseyjar og rannsaka hana, ef hún fyndist, fékk Guðbrandur biskup þá Hvanndala- bræður: Bjarna og Jón og Einar Tómassyni. Bjarni var formaður fai'arinnar, þá 28 ára, en Jón og Einar ekki tvítugir, samt voru þeir orðlagðir hreystimenn og sjógarp- ar. Þótti þetta dirfskuferð. Hafði biskup boðið þeim bræðrum fé mikið, að því er Jón prestur Einarsson segir, sá er orti hinn landskunna brag um för þeirra bræðra til eyjarinnar. Samt munu engir hafa verið fúsir til farar með þeim bræðrum í landaleit þessa. Til ferðarinnar völdu þeir áttæring, hið bezta skip, en ekki fundu þeir eyjuna í þessari ferð, því að stór garður kom; hrepptu þeir hið versta veður, náðu landi í Hraunum í Fljótum, og höfðu þeir verið í þeirri ferð í tvo sólarhringa. En er veðrinu slotaði og birti til, lögðu þeir af stað aftur. Hrepptu suðaustan vind, en dimmviðri. Eftir að 7) Höfða þennan nefna Grænlendingar “Tornarsik” og liggur hann á 85° 14' n.br. og er 480 metra á hæð (“Meddelelser om Grönland”, IX. hefti, bls. 202).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.