Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 82
82
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
tegundum sáu þeir: svartfugl (Langvíu) og geirfugl
höndluðu þeir. Frá Kolbeinsey var allt land horfið nema
eins og þrjár þúfur, sem eru hæstu fjöll norðanlands.
Höfðu þeir með sér til lands um 800 af fugli, ógrynni af
eggjum, og nokkuð af fiski. Sjö daga dvöldu þeir í eyj-
unni og fengu hagstæðan byr til lands. Lentu á Siglunesi
á Þingmaríumessu (2. júlí). Eins og áður er getið, orti
Jón prestur Einarsson brag um ferð þeirra 50 árum síðar,
kallaðar “Kolbeinseyjarvísur”. Jón prestur var í Árskógi,
drukknaði í Ballará 1674.
Foreldrar þeirra bræðra þóttust hafa heimt þá úr
helju við heimkomu þeirra. Urðu þeir frægir af för þess-
ari. En er frá leið, spunnust miklar sögur um för þeirra,
meðal annars, að þeir hefðu misst lífið á Kolbeinsey.
Bendir til þess vísa þessi, er öldruð kona af Vestfjörðum
sagðist hafa lært af afa sínum:
“Kveður við kaldan steininn,
Kolbeinsey, norður í sjó.
Hvítna nú bræðra beinin
í berginu mínu í ró!”
Þau urðu afdrif Bjarna Tómassonar Kolbeinseyjar-
fara, að hann drukknaði 65 ára að aldri 1617.10) Mun
hann hafa farið þá Kolbeinseyjarför, sem ort er um, árið
1580.
Ólafur Olavius getur Kolbeinseyjar í ferðabók sinni
(“Oeconomisk Reise”, á bls. 323). Segir þar, að selir séu
svo spakir, að megi þá með höndum taka, en þó þetta
standi í hinni frægu ferðabók, munu það öfgar vera, og
um Jón bónda stólpa Jónsson í Grímsey (frá Básum) getur
10) Hann drukknaði á Skagafirði, eftir því sem segir í Annál
Bjöms frá Skarðsá. Espólín telur, að þeir hafi farið þrjár ferðir til
Kolbeinseyjar.