Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 110
110 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
11. Guðný Elín Reid, að heimili sinu í St. Vital, Man., 62 ára.
Fædd að Mountain, N. Dakota. Foreldrar: Einar Jónasson
læknir og Jónína kona hans. Fluttist ung að aldri með foreldr-
um sínum til Canada, og stundaði barnakennslu í Nýja-lslandi
fyrr á árum.
17. Einar Thorbergsson, að Reykjum \ið Árborg, Man. Fæddur
6. des. 1856 að Dúki í Sæmundarhlíð í Skagaíjarðarsýslu. For-
eldrar: Þorbergur Jónsson og Helga Jónsdóttir. Flutti til Can-
ada 1913 og var síðan í samfleytt 30 ár búsettur í Riverton.
19. Rósa Nordal, kona Lárusar Nordal, á heimili sínu að Gimli,
Man. Fædd 9. nóv. 1866 að Kristnesi í Eyjafirði. Foreldrar:
Davíð Kristjánsson og Sigríður Bjamadóttir. Flutti af Islandi
til Canada 1893; átti um langt skeið heima í Vatnabyggðum
í Saskatchewan, en síðustu tíu árin að Gimli.
20. Gunnar J. Hallsson, einn af stofnendum og frumbyggjum ís-
lenzku byggðarinnar í N. Dakota, í Calder, Sask. Fæddur á
Höfða á Höfðaströnd 29. marz 1853. Foreldrar: Jóhann P.
Hallsson og Ragnheiður Pálsdóttir. Fluttist vestur um haf með
foreldrum sínum til Nýja-íslands 1876. Fór í landaskoðun með
föður sínum til N. Dakota vorið 1878 og flutti síðar þangað
suður sama vor; nam land í Akra-bvggð og var lengi búsettur
þar, en síðan 1910 í Calder, Sask. (Um stofnun íslenzku ný-
lendunnar í N. Dakota, sjá grein séra Friðriks Bergmann, Alm.
Ó.S.Th., 1902.)
21. Jón Pálsson Vatnsdal, í Geysir, Man. Fæddur 12. apríl 1863
í Koti á Rangárvöllum. Foreldrar: Páll Jónsson og Margrét
Eiríksdóttir. Fluttist til Canada aldamótaárið, hóf tveim ámm
síðar búskap á landi því er liann nefndi Vatnsdal og er í
Geysir-byggð.
23 Sigríður Borgfjörð, kona Sigfúsar Sigfússonar Borgfjörð, að
heimili sínu á Lundar, Man. Fædd 10. nóv. 1872 að Hofi í
Öræfum í Austur-Skaftafellssvslu. Foreldrar: Eiríkur Eiríks-
son og Steinunn Jónsdóttir. Fluttist vestur um haf til Canada
aldamótaárið, átti heima á ýmsum stöðum í Manitoba, siðustu
fimmtán ár að Lundar.
24. Jakobína Kristjana Björnsson, kona Halldórs Björnsson í
Blaine, á sjúkrahúsi í Bellingham, Wash. Fædd 26. febr. 1884
í Svoldar-byggðinni í N. Dakota. Foreldrar Dínus Jónsson og
Kristjana María Andrésdóttir, bæði ættuð úr suður-Þingeyjar-
sýslu, er fluttst höfðu til Vesturheims 1878, en til N. Dakota
1882.
27. Jón Sigvaldason landnámsmaður, að heimili sínu í Riverton,
Man. Fæddur á Hellulandi í Skagafirði 12. jan. 1866. For-
eldrar: Sigvaldi skáld Jónsson og Soffía Jónsdóttir. Kom vestur
um haf 1892 en til Nýja-íslands 1896 og var búsettur þar
jafnan síðan. Ahuga- og forystumaður í félagsmálum sveitar