Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 25
ALMANAK
25
verið við brugðið; kvæði hans eru svo áferðarfögur, að
vart sér þar hrukku á; er það auðsætt, að honum er afar
létt um að yrkja.
Ekki er hljómblærinn síðri eða málfarið lakara á sum-
um kvæðunum í seinna ljóðasafni hans, Hljómbrotum.
Þarámeðalerukvæðin “Björkin”, “Harpan mín”, “Skamm-
degið” og “Ljóðdísin”, öll fögur og tónmjúk. Göfugrar
hugsanar gætir í ljóðum Magnúsar og næmra tilfinninga;
siðgæðis og trúarblær er og á mörgum kvæðum hans, og
má sem dæmi þess nefna kvæðið “Alveldið”. Hann er vor-
trúaður bjartsýnismaður. Hinsvegar skera kvæði hans sig
ekki úr að frumleik, né heldur er þar víða mikil tilþrif að
finna. Ljóðdís hans er íslenzk, enda sver hann sig mest í
ætt til sumra hinna eldri íslenzku þjóðskálda, og hefir
sýnilega orðið fyrir mestum áhrifmn af þeim.
Auk ljóðabóka Magnúsar liggur eftir hann mikill sæg-
ur kvæða, ekki síst tækifæriskvæða, einkum í Lögbergi
og Heimskringlu. Bera þau sömu einkenni og ofannefnd
kvæði hans, eru óvenjulega áferðarfalleg um mál og ljóð-
form, þrungin göfugum og heilbrigðum hugsunum. Og
það merkilega er, að Magnús hélt fram að dánardægri að
fullu næmu brageyra sínu og smekkvísi sinni um orðaval
og mjúkstíga meðferð yrkisefna sinna, með þeim árangri,
að eigi sá ellimörk á kvæðum hans. Því til staðfestingar
má, sem dæmi, nefna kvæðin hans tvö, “Kári í brennu
Njáls” og “Sumardagur 1945”, sem komu í fyrmefndum
árgangi Tímarits Þjóðræknisfélagsins. Eru þau yrkisefni,
annarsvegar íslenzkt sögulegt viðfangsefni og hinsvegar
náttúruljóð út af árstíðaskiftum, mjög einkennandi fyrir
skáldið og hugðarefni hans. Enn nýrri kvæði frá hans
hendi mætti einnig benda á fyrrgreindum ummælum til
sönnunar, því að hann var síyrkjandi fram til hins síðasta.
En sérstök ástæða er hér til þess að taka upp vísumar,
sem hann orti á áttugasta og níunda afmælisdegi sínum
(27. nóv. 1947) og birtar voru litlu síðar í báðum vestur-