Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 25

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 25
ALMANAK 25 verið við brugðið; kvæði hans eru svo áferðarfögur, að vart sér þar hrukku á; er það auðsætt, að honum er afar létt um að yrkja. Ekki er hljómblærinn síðri eða málfarið lakara á sum- um kvæðunum í seinna ljóðasafni hans, Hljómbrotum. Þarámeðalerukvæðin “Björkin”, “Harpan mín”, “Skamm- degið” og “Ljóðdísin”, öll fögur og tónmjúk. Göfugrar hugsanar gætir í ljóðum Magnúsar og næmra tilfinninga; siðgæðis og trúarblær er og á mörgum kvæðum hans, og má sem dæmi þess nefna kvæðið “Alveldið”. Hann er vor- trúaður bjartsýnismaður. Hinsvegar skera kvæði hans sig ekki úr að frumleik, né heldur er þar víða mikil tilþrif að finna. Ljóðdís hans er íslenzk, enda sver hann sig mest í ætt til sumra hinna eldri íslenzku þjóðskálda, og hefir sýnilega orðið fyrir mestum áhrifmn af þeim. Auk ljóðabóka Magnúsar liggur eftir hann mikill sæg- ur kvæða, ekki síst tækifæriskvæða, einkum í Lögbergi og Heimskringlu. Bera þau sömu einkenni og ofannefnd kvæði hans, eru óvenjulega áferðarfalleg um mál og ljóð- form, þrungin göfugum og heilbrigðum hugsunum. Og það merkilega er, að Magnús hélt fram að dánardægri að fullu næmu brageyra sínu og smekkvísi sinni um orðaval og mjúkstíga meðferð yrkisefna sinna, með þeim árangri, að eigi sá ellimörk á kvæðum hans. Því til staðfestingar má, sem dæmi, nefna kvæðin hans tvö, “Kári í brennu Njáls” og “Sumardagur 1945”, sem komu í fyrmefndum árgangi Tímarits Þjóðræknisfélagsins. Eru þau yrkisefni, annarsvegar íslenzkt sögulegt viðfangsefni og hinsvegar náttúruljóð út af árstíðaskiftum, mjög einkennandi fyrir skáldið og hugðarefni hans. Enn nýrri kvæði frá hans hendi mætti einnig benda á fyrrgreindum ummælum til sönnunar, því að hann var síyrkjandi fram til hins síðasta. En sérstök ástæða er hér til þess að taka upp vísumar, sem hann orti á áttugasta og níunda afmælisdegi sínum (27. nóv. 1947) og birtar voru litlu síðar í báðum vestur-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.