Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 100
100
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Júlí—Seint í þeim mánuði hvarf séra Eiríkur Brynj-
ólfsson, sem þjónað hafði árlangt Fyrsta lúterska söfnuði
í Winnipeg, til Islands, ásamt með fjölskyldu sinni, og
um sama leyti kom séra Valdimar Eylands, sem gengt
hafði prestsþjónustu í Útskálaprestakalli um ársbil, aftur
til Winnipeg, með fjölskyldu sinni. Höfðu þessi fyrstu
prestaskipti milli fslendinga austan hafs og vestan tekist
prýðilega á báðar hliðar.
Júlí—Miss Audrey L. Vopni (sonardóttir landnemans
J. A. Vopni) vann fyrstu verðlaun í ritgerðasamkeppni urn
fyrirkomulag 50 ára afmælishátíðar byggðarinnar í Swan
River dalnum í Manitoba, sem haldin var 21. þess mánað-
ar, og birtist ritgerðin í blaðinu í Swan River, Manitoba.
25. júlí—Afhjúpaður minnisvarði Jóhanns Magnúsar
Bjamasonar skálds í Elfros, Sask., við virðulega athöfn
og að viðstöddum fjölda fólks víðsvegar úr Vatnabyggð-
um. Dr. Kristján J. Austmann og dr. Rúnólfur Marteins-
son afhjúpuðu minnisvarðann og fluttu einnig, ásamt dr.
Richard Beck prófessor, ræður við minningarathöfn þá,
sem fram fór í kirkju bæjarins, en söngkonan Mrs. Rósa
Hennannsson Vernon söng einsöng.
25. júlí—Fjölmennur fslendingadagur haldinn í Blaine,
Washington.
Júlí—í lok mánaðarins fór Ragnar H. Ragnar hljórn-
listarkennari alfarinn til íslands ásamt fjölskyldu sinni,
en hann verður söngkennari skóla á fsafirði; hafa þau
hjón tekið mikinn þátt í Vestur-íslenzkum félagsmálum
og Ragnar verið forystumaður í þjóðræknismálum.
2. ágúst—íslendingadagur haldinn að Gimli, Man.,
við mikla aðsókn. Daginn áður höfðu fjölmennar íslend-
ingasamkomur verið haldnar að Silver Lake (í grennd við
Seattle), Wash., og í Churchbridge, Sask.
11. ágúst—Útskrifaðist Elmo Theodore Christianson,
Walhalla, N. Dak., frá ríkisháskólanum í N. Dak. með
“Bachelor of Arts” prófi.