Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 45
ALMANAK
45
nú væri ekki nema um tvent að velja: að kasta út vörun-
um, ella farast með þeim á bátnum; myndi ekki seinna
vænna, ef þeir vildu lífi halda.” En Páll svaraði með sinni
venjulegu rósemi, að enn skyldu þeir um hríð gera sitt
ítrasta til að fleyta bátnum. Kvaðst hann hafa óbilandi
trú á því, að meistarinn, sem forðum hefði með máttar-
orðum sínum lækkað æstar öldur Gahleavatnsins, myndi
nú líkna þeim; láta þá lífi halda, og lægja storminn, svo
að þeir ekki þyrftu að kasta vetrarforða sínum fyrir börð.
Stuttu síðar lægði vindinn, þeir komust heilu og höldnu
leiðar sinnar. Páli varð að trú sinni. En atvikið lýsir jafn-
vægi hans og bjargfastri trú á föðurforsjón Guðs.
Árum saman urðu bændurnir í Nýja-íslandi að gefa
sig við fiskiflutningaferðum á Winnipegvatni á vetrum;
stundaði Páll þær um mörg hin fyrri ár. Voru þær ferðir
afar erfiðar á mönnum og dýrum; lengi framan af voru
uxar notaðir til fiskidráttar. Voru þessi ferðalög nærri
ofurefli illa útbúnum mönnum í snjókyngi og vetrarhörk-
um. Oft urðu þeir að liggja úti, er áfangar voru erfiðir.
Stundum náðu þeir til gististaða eftir baráttu við veður
og torfærur, eftir sólarhrings báráttu eða lengur. Páll
Jónsson stóð í slíkum vetrarferðum árum saman, bregðm:
það upp gleggri mynd af honum, þreki hans og karl-
mannslund, en hópar af lýsingarorðum frá minni hendi.
Páll er öldurmannlegur og fallegur og ber aldur sinn
furðu vel. Myndin, sem fylgir þessum línum, sýnir það
Ijósast: “Einmitt svona eiga hundrað ára menn að vera”,
sagði kunningi minn einn, er hann sá mynd þá af honum
er hér um ræðir.
Páll hefur verið í minna meðallagi að hkams vexti
til, en sívalur á vöxt, og nokkuð þéttvaxinn. Hann hefir
alskegg að norrænum gömlum og góðum sið; er það fag-
urt, nú silfur hvítt, hárið er enn mikið. Góðvild og jafn-
vægi og hmri rósemi hafa mótað svip hans. Hann hefur
verið þéttur fyrir, er því var að skifta, og unnist farsællega