Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 75
ALMANAK
75
hvemig fórstu annars að þessu?” spurði Pat. “Eg bara
smellti á þig klofbragði,” sagði Finnur og brosti. Sagði
hann, að það væri eitt af brögðum þeim, sem brúkuð
væm í íslenzkri glímu. Hlóu þeir nú báðir og voru hinir
kátustu. Upp frá þeim degi átti Finnur ekki betri vin, en
Pat O’Connor. —
Nú er Finnur dáinn fyrir nokkrum árum, en Pat O’
Connor er enn þá á lífi og hinn ernasti. Fyrir fáum árum
síðan gekk elzti sonarsonur Finns að eiga yngstu dóttur
Pats. Ungu hjónunum kemur mjög vel saman. Þegar Pat
minnist á tengdason sinn, segir hann æfinlega: “Já, hann
Finney, það er maður í honum. Hann er líka kominn í
beinan karlegg frá hinum frægu víkingum, sem herjuðu
um alla Evrópu og alltaf báru sigur úr býtum.”
«
(1932)
O O
O
Þessi skemmtilega frásögn er jafnframt glögg lýsing
á hveitiþreskingu eins og hún gerðist á landnámsámm
Islendinga vestan hafs, og sýndist því eiga skilið rúm hér
í ritinu, sem um annað fram hefir frá byrjun vega fjallað
um landnám þeirra og landnemana sjálfa. Sagan er tekin
úr óprentuðum handritum höfundar, sem ekkja hans
sendi þeim, er þetta ritar, fyrir nokkrum ámm síðan. Var
Eyjólfur kunnur af dýrasögum sínum, sem komu út í ís-
lenzkum blöðum og tímaritum beggja megin hafsins;
hann var einnig prýðilega skáldmæltur maður, og lét
eftir sig stórt safn frumsaminna ljóða í handriti.
EyjóKur Sigurjón Guðmundsson, svo hét hann fullu
nafni, var fæddur þ. 11. maí 1873 að Fjósum í Laxárdal
í Dalasýslu, fluttist vestur um haf 1888, átti framan af
ámm heima í grennd við Hallson í N. Dakota, þvínæst
um mörg ár í Pine-Valley bvggðinni í Nlanitoba, en frá