Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 87
ALMANAK
87
06' norðurbreiddar og 18° 36' vestlægrar lengdar. Hún
er frá vestur-norðvestur til austur-suðaustur. Frá Grímsey
í norð-norðvestur 35 sjómílur.
(Það, sem skrifað hefir verið um Kolbeinsey, má finna
í: Árbókum Espólíns, V. bindi, bls. 35; Þjóðsögum Jóns
Árnasonar, II. bindi, bls. 125-127; Landfræðissögu Is-
lands eftir Þorvald Thoroddsen, I. bindi, bls. 215-217;
Lýsing íslands eftir Þorvald Thoroddsen, I. bindi, bls.
131-132; Eimreiðinni 1933 og Sagnaþáttum eftir Gísla
Konráðsson.)
O O
o
Þó að hin eldri kynslóð Islendinga vestan hafs hnigi
nú óðfluga að velli, eru enn í hennar hópi ofan moldar
eigi allfáir fróðleiksmenn í alþýðustétt. Einn þeirra er
Bergur Jónsson Hornfjörð í Arborg, Manitoba. Eftir hann
hafa komið á prent í vestur-íslenzkum blöðum og tímar-
iturn bæði frumsamin kvæði og greinar um söguleg og
þjóðleg efni, meðal annars hér í Álmanakinu.
Nýlega sendi hann undirrituðum tvær allstórar bækur
(handrit) með sögulegum fróðleik, er hann hafði viðið
að sér úr ýmsum áttum, og bera fagran vott fróðleiksást
hans og fræðilegri viðleitni. I safni þessu er, auk margs
annars, grein sú um Kolbeinsey, sem prentuð er hér að
framan. Fannst mér vel fara á því, að hún kæmi fyrir
sjónir almennings í Almanakinu, bæði sem dæmi þess, að
enn fyrirfinnast íslenzkir fróðleiksmenn í aljiýðustétt
vestan hafs, og einnig vegna hins, að ýmsum mun þykja
nokkur fengur að þeim fróðleik, sem þar er færður í einn
stað, þó eftir prentuðum heimildum sé. Lesendum til
athugunar skal á það bent, að þess ósamræmis, er gætir
í greininni um hnattstöðu og stærð eyjarinnar er því að
kenna, að í upphafi og meginmáli greinarinnar fer höf-