Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 103
ALMANAK
103
einróma lof söngdómara Winnipeg stórblaðanna. Þjóð-
ræknisfélagið stóð að hljómleikunum, sem þóttu hinn
merkasti hljómlistai-viðburður.
14. okt.—Efndi Miss Snjólaug Sigurdson píanókennari
til hljómleika í Harding-Kennedy Hall í New York, en
hún hefir rmnið sér góðan orðstír fyrir snilli í píanóleik.
Okt,—Tilkynnt, að Miss Martha G. Stefánsson, dóttir
Dr. Jóns Stefánssonar augnlæknis (d. 1936), hafi afhent
Manitoba-háskóla námssjóð að upphæð $5,000.00 til min-
ningar um föður sinn, og skal vöxtunum af sjóðnum varið
til námsverðlauna fyrir nemendur í augnalækningum.
28 okt.—Thor Thorgrímson (sonur séra Adams (löngu
látinn) og Sigrúnar Thorgrímson), sem stundar nám á Un-
ited College í Winnipeg, hlýtur hinn svonefnda “Church-
ill’ ’-námsstyrk, sem veittur er árlega þeim nemenda, er
hæsta einkum fær í þriðja bekk skólans og leggur stund
á sögu, ensku og hagfræði.
Okt.—Um þær mundir vann Miss Thóra Ásgeirson,
sem stundar hljómlistamám á Manitoba-háskóla og kunn
er orðin fyrir hæfileika sína í píanóleik, tvenn námsverð-
laun; Miss Guðbjörg Eggertson frá Siglunes, Man., dóttir
þeirra Eggerts (láthm) og Svanhildar Sigurgeirsson, hlaut
hin svonefndu Esther M. Lupton verðlaun fyi'ir hæsta
einkunn í hljómfræði og hljómlistarsögu í sínum bekk, og
Miss Dorothy Mae Jónasson (dóttir Mr. og Mrs. S. O.
Jónasson í Winnipeg), er leggur stund á fiðluleik í hljóm-
listardeild háskólans, námsverðlaun Jóns Sigurðssonar
félagsins.
Okt.—1 þeim mánuði kom Kristján Karlsson, M. A.
vestur um haf, ásamt fjölskyldu sinni, til þess að taka við
bókavarðarstarfinu við Fiske-safn íslenzkra bóka við Cor-
nell-háskólann, Ithaca, N.Y., af dr. Halldóri Hermanns-
syni prófessor, sem skipað hafði þann sess og kennt nor-
ræn fræði í meir en fjóra áratugi, en lét nú af störfum
eftir að hafa nokkm áður náð aldurstakmarki kennara
háskólans.