Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 109
>
í V
I)
ALMANAK 109
Bjuggu þau hjón framan af árum í N. Dakota, síðan í Blaine,
Wash., og mörg síðustu árin í Everett.
17. Guðríður Benediktson, kona Vigfúsar Sigurðar Benediktsson-
ar, að Gimli, Man. Fædd á Látrum í Norður-Þingeyjarsýslu
19. okt. 1879. Foreldrar: Helgi Benediktsson og Sigríður
Kristjánsdóttir. Kom til Vesturheims 1903 og hafði átt heima
að Gimli og þar í grennd.
20. Hjálmar A. Bergman, K.C., dómari í yfirrétti Manitoba-fylkis,
að heimili sínu í Winnipeg, Man. Fæddur að Garðar, N. Da-
kota, 22. ágúst 1881. Foreldrar: Eiríkur Hjalmarsson Berg-
man, fyrrum ríkisþingmaður í N. Dakota, og Ingibjörg Péturs-
dóttir Thorlacius, bæði ættuð úr Eyjafjarðarsýslu. Viðkunnur
lögfræðingur, sem skipað hafði virðingarstöður í lögfræðinga-
félögum í Manitoba, og komið mikið við félagsmál íslendinga
vestan hafs.
20. Vilhelm Lúðvík Thordarson, við Portage la Prairie, Man., 45
ára að aldri; yngsti sonur landnámshjónanna Erlends og
Bjargar Thordarson að Gimli, Man.
21. Ingiríður Straumfjörð, kona Jóns Elíasar Jóhannssonar Straum-
fjörð, að heimili sonar síns, Dr. Jóns V. Straumfjörð læknis, í
Astoria, Oregon. Fædd 27. júní 1878. Foreldrar: Jón Bjama-
son og Þuríður Helgadóttir, að Beigalda í Mýrasýslu; fluttist
vestur um haf með þeim 1888, en þau námu land í Mikley,
Man., og þar hafði hún verið búsett fram á síðustu ár.
21. Sigríður Ingimarsdóttir Benediktsson, ekkja Hannesar Bene-
dikssonar, að heimili dóttur sinnar, Guðbjargar Olson, Wyn-
yard, Sask., 85 ára. Ættuð úr Mýrarsýslu. Fluttist vestur um
haf með manni sinum 1901.
FEBRÚAR 1948
10. Jóna Kristín Jónsdóttir Björnsson, kona Sigurjóns Björnssonar,
að heimili sínu í grennd við Blaine, Wash. Fædd 30. júlí 1862
að Mosvöllum í Önundarfirði í ísafjarðarsýslu. Foreldrar: Jón
Jónsson og Ingibjörg Pálsdóttir. Fluttist af íslandi til Canada
með Sigurjóni manni sínum 1903; áttu um langt skeið heima
í Winnipeg og Glenboro, en siðan 1931 í Blaine.
10. Sigurður Kristjánsson Eyfjörð í Vancouver, B.C. Fæddur 10.
nóv. 1870 að Veigastöðum á Svalbarðsströnd í Suður-Þing-
eyjarsýslu. Foreldrar: Kristján Eiriksson og Björg Guðmunds-
dóttir. Fluttist vestur um haf til Manitoba 1905; lengi búsett-
ur í Oak Point, en síðustu tíu árin í Vancouver.
10. Ingibjörg Jónasdóttir Bjarnason, ekkja Guðmundar Bjarnason
(d. 1906). Fædd 16. ágúst 1863 í Áshildarholti í Borgarsveit
í Skagafjarðarsýslu. Foreldrar: Jónas Jóhannesson og Ingi-
björg Jóhannesdóttir. Fluttist vestur um haf með manni sínum
1885; átti í meir en 40 ár heima að Gimli en siðan í Winnipeg.
10. Pétur Pétursson, að Gimli, Man., 45 ára að aldri.