Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 42
42
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
á Islandi á Hallgrímsstöðum í Skagafjarðarsýslu, en fluttu
þaðan til Vesturheims 1883.
Syskini Sigríðar konu Páls voru: Lilja, kona Halls
Hallssonar, bónda að Björk í Árnesbyggð; Ólöf, kona
Tómasar Björnssonar, bónda að Sólheimum í Geysis-
byggð, og Jóhann, er var yngstur af systkinuin hennar
og fluttist einnig til Canada, kvæntist hérlendri konu,
var búsettur í Winnipeg. Öll eru systkini Sigríðar nú látin.
Þegar vestur kom settust þau Páll og kona hans fyrst
að við Islendingafljót (Riverton), og dvöldu þar í 2 ár, en
fluttu þá til Geysirbyggðar vestur af Riverton, námu land
og nefndu landnám sitt að Kjama.
Þar bjuggu þau í 51 ár; síðustu búskapar árin dvöldu
þau á vetrum í Selkirk hjá dóttur sinni og tengdasyni Mr.
og Mrs. Sigurður Indriðason. Er þau létu af búskap,
tók Vilhelm sonur þeirra við búinu á Kjarna, en öldmðu
hjónin dvöldu til skiftis hjá bömum sínum; fvrst um nok-
kurra ára bil í Selkirk, en síðustu 2 árin til skiftis hjá Þor-
grími og Lárusi sonum sínum, er búa í grend við Árborg.
Á heimili hins síðarnefnda andaðist Sigríður 13. apríl
1946; fór útför hennar fram frá kirkju Geysirsafnaðar,
heimasöfnuði þeirra hjóna, að miklum mannfjölda við-
stöddum.
Börn landnámshjónanna á Kjama em þessi: Guðrún,
er dó bam að aldri á Islandi; Þorgrímur, bóndi við Ár-
borg, kvæntur Guðrúnu Helgadóttir Jakobssonar; Jón,
dó fullvaxta hér vestra; Guðrún Sigríður, kona Sigurðar
Indriðasonar í Selkirk; Pálmi, dó barn að aldri; Láms,
bóndi við Árborg, kvæntur Elínu Ólafsdóttir Ólafssonar;
Vilhelm, bóndi á Kjama, kvæntur Ástu Jósefsdóttur
Schram. Barnabörn þeirra eru 23 á lífi; en barnabarna-
börnin 4.
Hjónaband Páls og Sigríður varði í 67 ár, 5 mánuði
og 13 daga betur. Hafði sú samfylgd verið ástúðleg og
ljúf með afbrigðum. Þann 1. október 1938 héldu bvggðar-