Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 102
102
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
son (sonur þeirra Mr. og Mrs. Jakob F. Kristjánsson í
Winnipeg) meistaraprófi í landbúnaðarvísindum við ríkis-
háskólann í Minnesota (University of Minnesota).
19. sept.—Hélt Miss Pearl Pálmason fiðluleikari (dóttir
þeirra Mr. og Mrs. Sveinn Pálmason í Winnipeg Beach),
sem þegar hefir getið sér mikið orð fyrir list sína, hljóm-
leika í Town Hall í New York og hlaut góða dóma. Miss
Snjólaug Sigurdson píanókennari annaðist undirleik.
19. sept.—Homsteinn lagður að elliheimili að Moun-
tain, N. Dak., með mikilli viðhöfn og að viðstöddum
geysimiklum mannfjölda. Gamalíel Thorleifsson lagði
homsteininn, en Fred G. Aandahl ríkistjóri í Norður-Dak-
ota flutti aðalræðuna. Samkomustjóm höfðu með hönd-
um þeir séra Egill H. Fáfnis, sóknarpresturinn og forseti
Kirkjufélagsins lúterska, og F. M. Einarsson ríkisþing-
maður, formaður byggingamefndarinnar.
25. sept.—Blaðafrétt tilkynnir, að Frank Thorolfson,
sem stundar framhaldsnám í hljómlist við Chicago Musi-
cal College, hafi verið veittur Oliver Ditson námsstyrk-
urinn öðru sinni; hann er einnig aðstoðar söngstjóri The
Chicago Bach Chorus og kennir hljómlist á Metropolitan
School of Music þar í borg. (Um ætt hans og fyrri náms-
feril, sjá Almanak síðasta árs, bls. 77.)
1. okt.—Var opnuð sýning á málverkum eftir Nínu
Tryggvadóttur listmálara á listastofnuninni “New Art
Circle” í New York og stóð sýningin meiri hluta mánað-
arins. Hlutu mvndimar lofsamlega dóma.
12.-13. okt.—Margþætt Leifs Eiríkssonar hátíðahöld í
Grand Forks, N. Dak. Dr. Richard Beck flutti erindi um
Leif Eiríksson og Vínlandsfund hans bæði á ríkisháskól-
anum og í útvarp, og þjóðræknisfélög Norðmanna þar í
borg efndu til opinberrar samkomu, er fjölsótt var.
14. okt.—Hélt Miss Agnes Helga Sigurdson píanóleik-
ari hljómleika í The Playhouse Theatre í Winnipeg, við
mikla hrifningu hins fjölmenna áhevrendahóps, og hlaut