Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 34
34
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
okkur í bakaleiðinni. Alla þessa daga var heiðríkt loft,
en þrátt fyrir það sá sólina aðeins í móðu fyrir þoku eða
reykjarmóðu frá verkstasðunum, sem alltaf grúfir yfir
borginni.
21. júní. Fórum af stað frá Liverpool og vorum
flutt á litlu eimskipi út á línuskipið, sem við áttum að
fara með. Það skip er heljar mikill skrokkur, sagt 80
faðmar á lengd og nefnist “Sarnia”. Klukkan 4 e.m. var
létt akkeri og haldið af stað, fyrst til Irlands.
22. júní. Var gott veður, nokkuð hvast af vestri.
Klukkan 6 um morguninn vorum við komin til London-
derry á Irlandi, norðantil á austurströnd. Hér komu á
skip nokkrir írskir innflytjendur. Klukkan 10 f.m. var
haldið aftur af stað, siglt norður fyrir norðurenda Irlands
og svo stefnt beint til hafs í vestur.
23. 24. og 25. júní. Var alltaf stormur, beint á móti
okkur, svo ferðin gekk fremur seint. Fæði höfðum við
á skipinu hið bezta. Klukkan 8 á morgnana kom fyrst
sætt kaffi, Franzbrauð nýtt og annaðhvort kartöflu-jafn-
ingur eða hafragrautur og púðursykur eins og við vild-
um. Miðdagsverður, kl. 1: Súpa eða baunir, kartöflur,
nautakjöt eða svínsflesk, og annanhvom dag plómubúð-
ingureðahrísgrjónabúðingur með rúsínum í á eftir. Kluk-
kan 5 e.m. kom sætt te og brauð, og loks kl. 8 e.m. hafra-
grautur með púðursykri. Af öllum mat höfðum við eins
mikið og við vildum og þaraðauki stóð alltaf hjá okkur
fullur sekkur af kex-brauði, sem við máttum borða milli
máltíða, eins og hver vildi.
26.27. og 28. júní. Alla þessa daga var látlaust hvass-
viðri, beint á móti, svo varla var stætt á þilfarinu, stór
sjór og sjórok yfir skipið, svo maður varð rennandi blaut-
ur ef upp var komið. Þá var mörgum ílt, einkum kven-
fólki og börnum, og sumir strax orðnir magaveikir. Eg
var alltaf vel hraustur, en Tóti var annaðslagið hálf-lasinn
af sjóveiki. Sökum þessa andveðurs gekk okkur seint;