Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 90
90
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
ismaður Islands í New York, til virðulegs samsætis fyrir
próf. Hermannsson og afhenti honum við það tækifæri
afmælisrit, með bókfræðilegum ritgerðum eftir ýmsa ís-
lenzka fræðimenn, sem Landsbókasafn fslands hafði gefið
út honum til heiðurs.
9. jan,—Skipaði forseti íslands dr. Helga P. Briem, er
um langt skeið og við ágætan orðstír hafði verið aðalræð-
ismaður fslands í New York, til þess að vera sendifulltiaii
ísfands í Svíþjóð, en jafnframt var Hannes Kjartansson
skipaður kjörræðismaður íslands í New York.
9. jan,— Dr. Sigurður Júlíus Jóhannesson hylltur í til-
efni af áttræðisafmæli sínu (þ. 10. jan.) með fjölmennu
samsæti í Winnipeg, er Þjóðræknisfélagið efndi til. Auk
þeirra vinsælda, er hann nýtur sém læknir, hefir hann
um næni hálfrar aldar skeið staðið í fvlkingarbrjósti í
félagsmálum íslendinga vestan hafs og skipar heiðurs-
sess sem blaðamaður, skáld og rithöfundur.
14. jan,—Átti vikublaðið “Lögberg” sextíu ára afmæli,
og var þeirra merku tímamóta í sögu þess minnst með út-
gáfu mikils og vandaðs hátíðarblaðs stuttu áður. Fyrsti
ritstjóri blaðsins var Einar Hjörleifsson Kvaran rithöf-
undur, en núverandi ritsjóri er Einar Páll Jónsson skáld,
sem skipað hefir þann sess nærri óslitið í 20 ár, en var
áður aðstoðarritstjóri í áratug.
20. jan.—Afhenti Thor Thors, sendiherra íslands í
Washington, landstjóranum í Canada, skilríki sín sem
sendiherra íslands í landi þar, við virðulega athöfn í Ot-
tawa. Er hann fyrsti íslenzki sendiherra í Canada, en
heldur jafnframt áfram embætti sínu í Washington.
Jan.—Frank Gillies (sonur Mr. og Mrs. J. S. Gillies í
Winnipeg) skipaður umferða-verkfræðingur (Traffic Eng-
ineer) fyrh- Winnipeg-borg. Hann er verkfræðingur frá
fylkisháskólanum í Manitoba.
Jan,—Um þær mundir var dr. Guðmundur G. Thor-
grimsen (sonur séra Hans B. Thorgrimsen), læknir í Grand