Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 50
Oddný Magnúsdóttir Bjarnason
LJÓSMÓÐIR
Eftir séra Sigurð S. Christóphersson
Ekki er það tilgangurinn með þessum línum að fara
yfir æfiferil þessarar merku konu; það hefir verið gert af
Bimi Þorbergssyni vel og greinilega (Lögberg, 16. júní
1932); hitt er þó tilgangurinn að ryfja upp ýmislegt í fari
Oddnýjar, sem mætti verða til skírari myndar af persónu-
leika hennar og framgángsmáta.
Eginmaður Oddnýjar var Eiríkur Bjarnason, ættaður
úr Austur-Skaftafellssýslu. Eiríkur var mennilegur að
vallarsýn, hraustmenni til allra starfa. Hann hafði siglt
um lönd og álfur, og kunni frá mörgu að segja. Hann lét
lítiðyfir sérog básúnaði lítt yfir eigin dyggðum, en brjóst-
ið var hlýtt, heilt og haldgott; eirði hann því lítt, að sjá
menn olnbogaða eða boma ofurliði í herferð lífsins; vildi
gjaman rétta hjálparhönd þeim, er virtust standa ver að
vígi.
Oddný var fædd í Vestmannaeyjum árið 1855. Lá
leið hennar til Danmerkur, þá hún var á æskuskeiði, og
nam hún þar ljósmóðurfræði og gengdi því starfi, þar um
stund. Þar giftist hún Eiríki, og fluttust þau til Islands.
Þar stundaði hún á Seyðisfirði embætti sitt um tíma.
Þau héldu vestur um haf 1888, og settust að í Þing-
valla-byggðinni í Saskatchewan, sem þá var á landnáms-
skeiði.
Brátt tók heimili þeirra Eiríks og Oddnýjar miklum