Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 105
MANNALÁT
20.
22.
10.
4.
5.
18.
SEPTEMBER 1945
Ingibjörg Markússon, ekkja Einars Markússonar landnáms-
manns, að heimili dóttur sinnar og tengdasonar, Áslaugar og
Sveinbergs Sigfússonar að Geysirbyggð í Nýja-lslandi. Fædd
í Fagradal, Vopnafirði 15. des. 1865. Foreldrar: Ögmundur
Runólfsson og Sólíma Ásmundsdóttir. Fluttist vestur um haf
til Nvja-lslands með manni sínum 1887.
JtJLl 1946
Jón B. Holm, að heimili sínu að Mountain, N. Dak. Fæddur
19. okt. 1878 á Víðimýri í Skagafirði. Foreldrar: Björn Erlends-
son og Guðrún Jónsdóttir; fluttist með þeim vestur um haf
ungur að aldri og hafði fjölda mörg ár verið búsettur að
Mountain, þjóðhagasmiður.
DESEMBER 1946
Landnámskonan Sigríður Mýrdal, ekkja Jóns Einarssonar
Mýrdal (d. 1941), að heimili sínu í Garðar-byggð, N. Dak.
Foreldrar: Þorsteinn Magnússon og Sigríður Bjamadóttir, að
Hvoli í Vestur-Skaftafellssýslu. Fluttist til Vesturheims með
manni sínum 1884 og hafði átt heima í Garðar-byggð síðan
1891.
MARZ 1947
S. Guðmundur Stephansson, trésmiður og fyrrv. kaupmaður, á
sjúkrahúsinu í Red Deer, Alberta. Fæddur 9. des. 1881 að
Garðar, N. Dak. Foreldrar: Stephan G. Stephansson skáld og
Helga Jónsdóttir; fluttist með foreldrum sínum til Markerville,
Alberta, 1889.
Guðrún Gíslason, ekkja Guðmundar Gíslasönar landnáms-
manns (d. 1913), að heimili dóttur sinnar að Garðar, N. Dak.
Fædd 24. febr. 1849 að Torfastöðum í Bólstaðarhlíðarhreppi í
Húnavatnssýslu. Foreldrar: Björn Illugason og Sigurbjörg
Bjamadóttir. Fluttist vestur um haf til Nýja-lslands með for-
eldrum sínum 1876, en 1880 til N. Dakota og hafði lengstum
verið búsett í Eyford-byggð.
APRlL 1947
Sigtryggur Jónasson, fyrrv. útgerðarmaður, járn- og bátasmið-
ur, að heimili sínu á Gimli, Man. Fæddur að Nýhaga í grennd
við Gimli 15. nóv. 1880. Foreldrar: Landnámshjónin Jónas