Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 79
ALMANAK
79
Fyrstu sagnir um Kolbeinsey er að finna í Landnámu
(útgáfu 1843, bls. 26). Þar er hennar minnst í sambandi
við siglingaleiðir, en vegalengdir þar eru allfjarrí sanni.
Er þar sagt, að “dægursigling er til óbyggða í Grænlandi
úr Kolbeinsey norður”. Skulu hér orðrett tekin ummæli
Hauksbókar, bls. 4. “Enn frá Langanesi á norðanverðu
Islandi er iiii dægra haf til Svalbarða norður í hafsbotn,
en dægur sigling er til óbyggða á Grænlandi úr Kolbeins-
ey norður.”
I Svarfdælu er getið um uppmna eyjarnafnsins. 5)
Kolbeinn Sigmundsson 6) landnámsmaður átti í deilum
við Una Unason og beið lægri hlut í þeim viðskiftum,
sökum þess, að fylgdarmenn hans snérust í lið með Una.
Varð Kolbeinn svo reiður, að hann stökk á skip og sigldi
í haf, braut skip sitt við klett þann, er liggur í útnorður
frá Grímsey og týndist þar; er eyjan síðan við hann kennd
og kölluð Kolbeinsey.
En hvemig geta menn vitað, að Kolbeinn hafi brotið
skip sitt á þessum stað. Kolbeinsey er svo langt norður í
hafi, og fjarri siglingaleiðum, að í þá daga hefir lítil um-
ferð verið þar um slóðir. En annað mál er það, og ekki
með öllu ósennilegt, að Kolbeinn hafi á eyjuna komist
með föruneyti sínu og hafi í byrjun fararinnar ætlað að
setjast þar að, en skipið hafi brotnað við flúðimar og
skipshöfnin hafi dáið á eyjunni, sökum þrenginga. Hafi
svo verið, gátu vegsummerki fundist löngu síðar, því að
trúanlegt ei\ að eyjan hafi verið stærri um sig, en nú er,
að sjóar hafi ekki gengið yfir hana. Heyrst hafa æfa-
gamlar sagnir, er herma, að fundist hafi fyrir löngu man-
nabein og fleiri merki þess, að menn hafi þar dvalist, en
þær sagnir eru sundurleitar frá sannsögulegu sjónarmiði.
5) Svarfdæla, útgáfa 1883, bls. 64.
6) Kolbeinn var sonur Sigmundar á Vestfold. Hann fór til Is-
lands og nam land á milli Grjótár og Deildarár, Kolbeinsdal og
Hjaltadal. (Landnáma).