Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 107
ALMANAK
107
)
*
♦
't
t
NÓVEMBER 1947
20. Guðrún Bardal (ekkja Halldórs S. Bardal bóksala), í Winnipeg,
Man. Fædd í Árnessýslu 20. júní 1873. Foreldrar: Tómas Ingi-
mundarson og Guðrún Eyjólfsdóttir. Fluttist vestur um haf til
Canada með foreldrum sínum 13 ára að aldri og hafði átt
heima í Winnipeg siðan 1901.
27. Anna Kristín Magnússon, ekkja Ingólfs Magnússonar, fyrrv.
lögreglumanns í Selkirk (d. 1942), á Almenna sjúkrahúsinu þar
í bæ. Hún var 71 árs að aldri, ættuð úr Húnavatnssýslu, og
kom ung að aldri til Nýja-lslands með foreldrum sínurn og
ólst þar upp.
DESEMBER 1947
4. Landnámskonan Sigurlaug Margrét Ögmundsdóttir Hillman,
ekkja Hermanns Jónssonar Hillman (d. 1916), að heimili sínu
í Markerville, Alberta. Fædd á Mörk í Laxárdal 6. maí 1859.
Fluttist \ estur um haf með manni sínum til N. Dakota 1887,
en námu land í Markerville-byggð 1891.
5. Miss Sigurbjörg Brynjólfsdóttir, í Winnipeg, Man., ættuð af
Vopnafirði.
5. Einar Rafnkell Sigurður Johnson, á sjúkrahúsi að Gimli, Man.
Fæddur 28. april 1933 í Víðirbyggð í Nýja-lslandi. Foreldrar:
Hallur bóndi Johnson og Vilhelmína Þórarinsdóttir.
10. Landnámskonan Ingibjörg Josephson, ekkja Jóns Josephson
múrara, að heimili sínu í Seattle, Wash. Fædd 23. des. 1864
á Búastöðum í \7opnafirði í Norður-Múlasýslu. Foreldrar:
Amgrímur Jónsson og María Ólafsdóttir. Fluttist vestur um
haf til Minneota, Minn., 1878, en hafði verið búsett í Seattle
um 50 ára skeið.
10. Rebekka Florence Helgason Zeuthen, á sjúkrahúsi í Minne-
apolis. Fædd 18. des. 1916 að Framnesi í Nýja-íslandi. For-
eldrar: Þórður Helgason frá Brúarfossi á Mýrum og Halldóra
Geirfinnsdóttir frá Raufarhöfn.
13. Benedikt (Percy) Ólafsson, á sjúkrahúsinu í Lloydminster, Al-
berta. Fæddur í Reykjavík 4. apríl 1878. Foreldrar: Ólafur
söðlasmiður Ólafsson og Kristín María Jónína Jónsdóttir
Kristjánssonar prests á Breiðabólsstað í Vesturhópi. Fluttist til
Canada með foreldrum sínum 1893, dvaldi all lengi í Win-
nipeg, síðan í Edmonton og víðar, en síðustu fimmtán árin í
Lloydminster. Stundaði um skeið ljósmyndagerð.
13. Guðrún ólafsdóttir Johnson, ekkja Guðbjartar Jónssonar, land-
námsmanns í Mouse River byggðinni í N. Dakota (d. 1939), á
sjúkrahúsi í Rugby, N. Dak. Fædd að Stóru Hvalsá í Hrúta-
firði 5. febr. 1868. Hafði dvalið langvistum vestan hafs. (Um
þau hjón, sjá landnámssögu Mouse River byggðar eftir Sigurð
Jónsson, Alm. O.S.Th., 1913). Meðal barna þeirra er Níels G.
Johnson lögfræðingur, fyrrv. dómsmálaráðherra í N. Dakota.
1