Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 30
30
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Okkur Tóta varð dálítið ílt, en ekki mikið. Búastaðafólkið
var allt af meira og minna lasið.
13. júní. Þegar eg kom á fætur um morguninn, vorum
við komnir til Færeyja. Þá vorum við að sigla inn þráð-
beint sund milli tveggja eyja. Var það líkast að sjá, sem
mjór fjörður og langur, og afar há fjöll á báðar hliðar.
Þegar við komum alllangt inn í þetta sund, opnaðist
annað sund, örmjótt, eða fjörður, fyrir okkur á vinstri
hönd. Gegnum þetta sund fórum við og inn í ofurlitla
vík. Fyrir víkurbotni er dálítið þorp; það heitir Klakks-
vík. Þangað komum við kl. 9 f.m. Að einum tíma hðnum
fórurn við þaðan aftur, út um sama sund og við fórum
inn. Þar er á aðra hönd afarhátt fjall. Virtist mér það eins
hátt og Bjólfurinn við Seyðisfjörð. Eftir 2 tíma, eða kl.
12, komum við til Þórshafnar. Þar er fremur laglegt um-
horfs. Hér stanzaði skipið 3 klukkutíma. Eg fór á land og
ýmsir fleiri. Talsverð bygging er í Þórshöfn, en hús eru
flest smá. Eg keypti hér blikkílát, sem nauðsynlegt var
að hafa til ferðarinnar. Hver maður þarf að eiga 2 diska—
annan grunnan en hinn djúpan, blikkkönnu, til að drekka
úr kaffi eða te, hnífapör og skeið, því manni er ekkert
lagt til þessháttar á leiðinni yfir Atlantzhafið. Strax í Fær-
eyjum er allt ódýrara en á Vopnafirði. Einn íslenzki vest-
urfarinn keypti, t.d. 3 pela af brennivíni fyrir 34 aura.
1 Þórshöfn kom á skip skozkur trúboði, sem ætlaði til
Granton. Hann útbýtti seðlum meðal Landa, með ýmsum
prentuðum greinum, á íslenzku, úr Nýja Testamentinu.
Frá Þórshöfn fórum við kl. 3 e.m. og til Trangisvaag; það
er einnig í Færeyjum. Á þeirri leið höfðum við mikinn
mótbyr. Þá lagðist kona á sæng og ól bam; hún var ættuð
úr Héraði, en ekki veit eg meiri deili á henni. Hún hafði
lengst af verið sjóveik. Var talað um að hún yrði skilin
eftir í Trangisvaag, en af því varð þó ekki; þeir treystu
sér víst ekki til að flytja hana í land. Til Trangisvaag
komum við kl. 8.30 e.m. Þá var komin rigning með bvlja-