Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 61
ALMANAK
61
sprottið rósir í sporum séra Sigurðar. Hann átti á æsku-
skeiði og fram eftir allri æfi undir högg að sækja í lífs-
baráttunni. Hann hafði sterka námslöngun og þrá til
þess, að hjálpa til að flytja frið og ljós inn í mannlífið. Og
hann setti strax markið hátt.
Séra Sigurður er fæddur, 14. ágúst 1883, að Ytri-Hól
í Vestur Landeyjum í Rangárvallasýslu. Faðir hans var
Ólafur Erlendsson, bóndi þar, af bænda og smiða ætt
kominn. Móðir hans, kona Ólafs var, Guðríður Þorsteins-
dóttir af Arnarhóls ætt, sem er vel þekkt bændaætt á Suð-
urlandi.
Séra Sigurður var elstur af 9 bömum. Hann gekk í
barnaskóla þrjá vetur fyrir fermingu, og tvo vetur eftir
fermingu, var í sjóróðrum á vetrum frá fenningaraldri,
þar til hann fór af landi burt. Hann var tvö útgerðarárin
á þilskipum, og annars á fiski skútum. Eins og flestir, sem
á þeirri tíð stunduðu sjómensku, komst hann stundum í
hann krappan.
Vestur um haf fór hann nítján ára, 1902. Vann fvrsta
veturinn á Winnipeg-vatni, en hvarf þá til Seattle borgar
í Washington og vann þar ýmsa algenga vinnu til 1905.
Frá 1905-7, var hann farstjóri á strætisvögnum þar í borg-
inni. Frá 1907-10, var hann í þjónustu Pacific Telephone
& Telegraph Co. í Commercial Department við góðan
orðstýr og vaxandi vinsældir.
Árið 1907 kvæntist hann Halldóru Ingibjörgu Halls-
son, mætri konu. Hún dó 11. desember 1918, í Blaine,
var honum með því mikill hannur kveðinn.
Séra Sigurður hóf nám á kvöldskóla í Seattle. Stund-
aði það í fjóra vetur. Þrjá síðustu veturna í miðskóla. 1910
hóf hann nám í prestaskóla í Portland, Oregon, og stund-
aði þaðífjögur ár. Samtímis náminu í Portland Academy,
vann hann að mestu fyrir sér og sínum hjá áðumefndu
símafélagi. Hann útskrifaðistímaí, 1914. Vígðist til prests-
þjónustu, 14. febr., 1915. Starfaði á Kyrrahafs ströndinni