Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 36
36
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
á bryggjuna kom var okkur vísað á byggingu þar sem
við gátum keypt mat til landferðarinnar, því á jámbraut-
ar-lestunum verður hver að sjá sér sjálfur fyrir fæði.
Hér urðum við líka að skipta farbréfum vomm, fengum
jámbrautar farseðil fyrir sjóbréfið. Hér fengum við og
númeraðar látúnsplötur, sem ríður á að sé vandlega
geymdar, því að aðrar með sama númeri eru settar á
hirzlur manna. Klukkan 8.45 um kvöldið stigum við upp
í vagnana, og brunuðum af stað, vestur í áttina til Win-
nipeg. Seinni part þessa dags var mér mjög ílt í höfðinu.
Járnbrautarvagnarnir í Ameríku eru harla ólíkir þeim í
Englandi: Hér eru þeir stærri, mörgum sinnum lengri, og
má ganga úr einum vagni í annan. Innréttingin er þannig,
að til beggja hliða eru bekkir, fyrir 2 menn hver, og í
þeim verða menn að liggja á nætumar, og svo líka em
hengirúm uppi yfir, sem rúma aðra 2. Eftir miðjum vögn-
unum, endilöngum, er gangur. Hér má geta þess, að það
er ómissandi fvrir hvem mann að hafa með sér kodda
á landleiðinni.
3. júlí. Sama veður. Þegar við vöknuðum um morg-
uninn var vagnlestin stönzuð, eða réttara sagt, tveir öft-
ustu vagnamir úr lestinni, þeir sem við íslendingarnir
vorum í höfðu verið skildir eftir á hliðarspori einhvem-
tíma um nóttina en aðallestin haldið áfram. Var illur kur
í sumum út af þessari okkar óskiljanlegu töf. En brátt
komumst við að ástæðunni, sem var þessi: Eins og eg gat
um hér að ofan urðu allir að skifta um farbréf í Quebec,
en nú hafði það atvikast svo, að Sigri Finnbogason frá
Vakursstöðum og Vigfús Jónsson frá Ljótsstöðum höfðu
ekki haft þessi skifti, en lestarstjórinn mátti engan flytja,
sem ekki hafði löglegan jámbrautarpassa til að framvísa.
Þessi skifti var ekki hægt að gera nema á aðalskrifstofu
Kyrrahafsjárnbrautarfélagsins í Quebec. Þeir tóku sjó-
bréfin af þeim Fúsa og Sigra í reiði sinni um kvöldið,
sendu þau með fyrstu lest sem austur fór, til Quebec, og