Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 68
68
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
að því skapi þrekinn. Var hann álitinn mesti hnefaleikar-
inn, sem menn höfðu heyrt getið þar um slóðir. Fýsti
menn ekki að láta Pat rétta sér hnefann, og það þótt væri
í meiningarlausu gamni. Sá, sem ganga þótti næst Pat að
öllu atgerfi, var vinur hans og náfrændi, Harry Brown.
Voru þeir líkir um margt. Héldu margir, að það vrði
ljótur aðgangur, ef þeim frændunum lenti saman í illu,
en þeir áttust aldrei illt við. Þeir bara sendu hvor öðrum
ónotaskeyti, ef svo lá á þeim. Þar við sat. Einn af sam-
löndum þeirra sagði um þá: “Pat og Harry eru perluvinir,
af því að þeir eru luæddir hvor við annan.”
Engir völdu íslendingum jafn háðuleg orð og Pat
O’Connor. Oft var það, er hann minntist á Islendinga, að
hann steytti hnefann út í loftið og sagði: “Hvað haldið
þið að yrði úr Islending, ef hann fengi að kenna á þess-
um?” Og svo hló hann háðslega.
Þeir frændurnir Pat O’Connor og Harry Brown voru
álitnir að vera mektarbændur, enda bárust þeir mikið á.
Bújarðir þeirra höfðu verið skóglausar og rennisléttar.
Það var því létt verk að breyta sléttunni í blómlegan
akur. Þeir frændur þóttu vera miklir afkastamenn. Komu
þeir svo miklu í verk, að undrun þótti sæta. Þóttu þeir
samt ekki vera eins vandvirkir og þeir voru mikilvirkir.
Þeir frændur keyptu sér allar þær nýtízkuvélar, sem
fáanlegar voru og notaðar voru við akuryrkju. Þeir áttu
jafnvel þréskivél í félagi. Þeir stunduðu aðeins hveiti-
rækt. Gerðu þeir gaman að þeim, sem kvikfjárrækt stund-
uðu líka. Mest hæddust þeir að fslendingunum. “Þessir
fslendingar,” sögðu þeir, “geta ekki dregið fram lífið,
nema þeir hafi naut og sauði allt í kringum sig. Hvað
elskar sér líkt!”
Eitt haustið fréttist, að betri og vandaðri þréskivél
en áður þekktist væri nú fáanleg. Var vél þessi knúð með
gufuafli og þótti vera undra verkfæri. Var hægt að færa
hana úr einum stað í annan, án þess að beita hestum fvrir