Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 85
ALMANAK
85
ganga jafnan yfir eyjuna. Að öllum líkindum mun það
vera svartfugl, sem aðallega verpir þar, en undir þá teg-
und bjargfugla heyrir: Langvía og Álka, en Langvían
greinist í fleiri afbrigði, svo sem: Stuttnefja (Hringskeri)
og Hringvía. Þessir fuglar eiga aðeins eitt egg og verpa
þeim á berar klettasyllur og snasir í háum strandbjörgum
við sjó. En úti í eyju langt úti í reginhafi geta þessir fugl-
ar orpið á víð og dreif, því þar telja þeir sig óhulta.
Af hvítfuglum, sem til mála gæti komið, að orpið
hefðu fyrrum í Kolbeinsey, eru: Fýll og Rita, en þó vafa-
samt með Rituna, því að hún gjörir sér haganlegt hreiður
með mosa, sem hún flýgur með í björgin. Um aðra fugla
en hér hafa verið taldir, getur ekki komið til mála, að
verpt hafi í eyju þessari.
Færeyingar hafa oft stundað sjóróðra við Grímsey
yfir vor og sumar. Árið 1914, um mánaðamótin júlí og
ágúst, var fiskilítið við Grímsey. Tóku sig þá til fjórir
Færeyingar á vélbátnum “Grím”, eign Matthíasar prests
Eggertssonar, og fóru alla leið til Kolbeinseyjar. For-
maður fararinnar var Elías Christofersson. Bátinn hlóðu
þeir á nokkrum klukkustundum við eyjuna, en hann var
fremur lítill. Ekki komust þeir í eyjuna fyrir brimi. En
fugl var allur horfinn.
Merkilegasti leiðangurinn til eyjarinnar var frá Húsa-
vík dagana 5-8. júní 1932. Voru þá teknar margar ljós-
myndir af evjunni frá öllum hliðum og hún nákvæmlega
athuguð. 1 förinni voru: Sigfús Kristjánsson, Hólmgeir
Árnason, og Baldur Pálsson; einnig fengu þeir með sér
Færeyinginn Sophus Gjöveraa, lærðan í sjómannafræði,
til heimilis í Héðinsvík á Tjömesi.
Tilætlunin með för þessari var sú, að rannsaka eyjuna,
taka þar egg og fugl. Þeir höfðu og tæki til selveiða, því
blöðruselir eru þar oft að sveima á vorin; líka höfðu þeir
handfæri til fiskiveiða. Þeir fengu sótsvarta þoku á Gríms-
eyjarsundi, en fundu þó Grímsey, lögðust á Sandvíkur-