Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 28
s~v~;rv7
FRÁ VOPNAFIRÐI TIL WINNIPEG
(Stutt dagbók yfir ferð mína frá Islandi til Ameríku,
í júní og júlí, 1889.)
Eftir Svein Ámason.
10. júní 1889. Sem var mánudagur, annar í Ilvíta-
sunnu. Kom “Thyra” til Vopnafjarðar, kl. 4.30 um morg-
uninn. Stigu þar á skip eitthvað um 30 manns, sem ætluðu
til Ameríku. Klukkan 8.30 f.m. fór skipið af stað aftur.
Kom til Seyðisfjarðar kl. 3, e.m. Við Þórður bróðir (hann
16 ára en eg rúml. 20 ára) vorum í þessum hópi, á vegum
Anchorlínunnar. Sveinn Brynjólfsson, sem var umboðs-
maður þeirrar línu, fór með okkur til Seyðisfjarðar; hann
gaf okkur á leiðinni farbréf fyrir alla leið til Winnipeg,
og fékk Jón nokkurn Guðnason, túlk Allanlínunnar, til
þess að túlka einnig fyrir okkur Anchorlínu farþega til
Granton, á Skotlandi. Jón þessi Guðnason er kaupmaður
í Reykjavík og hvarf heim aftur til Reykjavíkur frá
Granton.
Þegar á Seyðisfjörð kom, fórum við Tóti (Þórður)
strax á land til að sjá Rasmussen og Önnu, konu hans,
móðursystur okkar. Tóku þau vel á móti okkur. Andrés
bróðir var ekki heima; hann er á skóla (Lærlingepleje-
hjemmet), í Kaupmannahöfn. Að skilnaði gaf Rasmussen
mér hálft pund sterling (9 krónur) í gulli, “for lidt Reise-
penge”, sagði hann. Klukkan 12.30 um nóttina fórum við
aftur af stað frá Seyðisfirði, áleiðis til Eskifjarðar. En er
nýkomið var af stað, skall á niðaþoka, og þegar við kom-