Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 113
ALMANAK 113
í Winniþeg, Man., 45 ára að aldri. Foreldrar: Mr. og Mrs.
Guðmundur P. Thordarson.
16. Ólafur Jóhannesson Pálsson, að heimili sínu í Blaine, Wash.
Fæddur 7. júlí 1856 að Strönd í Loðmundarfirði. Foreldrar:
Jóhannes Pálsson og Katrín Jónsdóttir. Fluttist til Vestur-
heims 1887 og hafði um langt skeið búið búi sínu í grennd
við Blaine.
17. Kenneth Jóhannesson flugmaður, í flugslysi í grennd við Win-
nipeg, 26 ára að aldri. Foreldrar: Konráð og Fríða Jóhannes-
son, búsett bar í borg.
18. Jónína Ingibjörg Jónasson, ekkja Einars Jónasson læknis (d.
1931), að heimili dóttur sinnar í Árborg, Man. Fædd 18. júní
1865 að Veigastöðum í Eyjafirði. Foreldrar: Sigfús Ólafsson
frá Hvammakoti í Möðruvallasókn í Eyjafirði og Elín Jóns-
dóttir, ættuð úr Mývatnssveit. Fluttist vestur um haf með for-
eldrum sínum 1876, og hafði síðan fyrir aldamót og fram á
síðustu ár verið búsett að Gimli.
21. Ásmundur Björnsson Austmann, á Almenna sjúkrahúsinu í
Winnipeg, Man. Fæddur 22. júní 1863 að Setbergi í Borgar-
firði eystra. Foreldrar: llalldóra og Björn Geirmundsson.
Fluttist til Canada 1891 og hafði jafnan verið búsettur í Nýja-ísl.
26. Steingrímur Goodman, umferðasali, á sjúkrahúsinu í St. Boni-
face, Man., 77 ára gamall. Fæddur á Islandi, en hafði dvalið
í Winnipeg í nálega fimmtíu ár.
27. Elva Palsson McKeown, á sjúkrahúsi í Ottawa, Ont., 27 ára
að aldri. Foreldrar: Jónas Pálsson hljómfræðingur og Emily
Helga Baldwinson kona hans. Hafði getið sér mikið orð fyrir
hljómlistar-hæfileika.
28. Christopher (Chris) Ingjaldson úrsmiður, að heimili dóttur
sinnar í Fort William, Ont. Fluttist vestur um haf 1888, var
fyrstu árin búsettur í Selkirk, Man., en í Winnipeg frá 1892.
JÚNl 1948
2. Einar Sigurgeirsson Eyford, að heimili sínu á Lundar, Man.
Fæddur 1875, ættaður úr Suður-Þingeyjarsýslu. Fluttist vest-
ur um haf með fjölskyldu sinni laust eftir aldamótin og átti
lengstum heima á Lundar og þar í grennd.
3. Guðni Thorsteinsson póstmeistari, að heimili sínu á Gimli,
Man. Fæddur 25. nóv. 1854 að Haugi í Árnessýslu. Foreldrar:
Þorsteinn Felixson og Helga Jónsdóttir. Fluttist til Vestur-
heims 1885, settist að á Gimli og átti þar heima jafnan síðan.
Tók öflugan þátt í félagsmálum og sveitamálum og var þar
brautryðjandi á ýmsum sviðum, svo sem í fræðslumálum. Átti
lengi sæti í sveitarstjórn og hafði verið póstmeistari á Gimli
í 56 ár.
9. Soffía Guðrún Walters, ekkja Björns Freeman Jósafatssonar