Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 83
ALMANAK
83
hann, og segir, að hann muni þá síðastur hafa á þeim
tíma verið er fór þangað að sækja fugl og egg. 11)
Jón stólpi fór nokkrar ferðir til Kolbeinseyjar á opnum
skipum árin 1700-1730. En svo er það ekki fyrr en á 19.
öld, eftir að farið var að stunda hákarlaveiðar á þilskip-
um, að menn komu oft til Kolbeinseyjar.
Jón stólpi fórst við sjötta mann við Húnsnes á Skaga
þann 17. september 1730, eftir ægilegan hrakning úr
íiskiróðri frá Grímsey. Ber ekki saman um mánaðardag-
inn, er slysið varð. Espólín telur hann 11. sept. 1730, Hít-
amesannáll 25. sept., Mælifellsannáll 19. sept., Valla an-
nall 11. sept., en Hvammsannáll dagsetur ekki slysið, en
ártalið þar hið sama. En áreiðanlegasta heimild um slysið
eru þingbækur Hegranessýslu frá þessum tíma, er þar
skiptapinn talinn 17. sept. 1730. Út af honum risu stór-
kostleg málaferh og hýðingar, því að Jón fannst lifandi,
en var farið svo illa með hann, að hann dó af því. 12)
Hafa þá verið taldir þeir Kolbeinseyjarfarar, sem
sagnir em til af, fram til ársins 1730. Frá þeim tíma, og
þar til um miðja 19. öld, að farið var að stunda hákarla-
veiðar á þilskipum, munu engar ferðir hafa verið famar
þangað norður af hálfu Islendinga til eggjatöku, sels eða
fugla.
Sökum þess, hvað íllt er að komast að landi við Kolb-
einsey, mun mönnum yfirleitt ekki hafa geðjast að því, að
stefna þangað norður í hafsauga til fanga, og síst á opnum
11) Stólpa-nafnið fékk hann af því, að þá er hann fór fyrstu
ferð til Kolbeinseyjar, reisti hann tvítuga stöng á svonefndum
Stóra-Bratta, sem er norðan til á Grímsey. Stöng sú var með hvítri
veifu. Sagði hann, að þegar hún hyrfi, sæist Kolbeinsey, ef veður
væri heiðskírt. Jón var talinn fjölkunnugur og afburðamaður mikill.
12) Samanber þingbók Hegranessýslu nr. 794 í Þjóðskjalasafn-
inu. Herþrúður Þorbjamardóttir frá Neðra-Nesi á Skaga fann Jón
fyrst undir marbakka, var hann þá búinn að liggja þar í 3 dægur
og ósjálfbjarga. Skar hún alla silfurhnappa úr skyrtu hans. Kölluð
síðan “Guðlausa-Þrúða”, kona Einars Halldórssonar.